20.7.2009 | 19:26
Heilhveiti 'kanilsnúðar'
Kanilsnúðar eru mikið uppáhalds hjá mér. Sérstaklega þessir mjúku, djúsí ofursnúðar. Ekki jafn hrifin af hörðu flötu snúðunum en allt er kanilsnúður í harðindum!
Vildi prófa að búa til heilhveitisnúða og sjá hvort eitthvað æðislegt myndi gerast!
Hráefni:
3/4 bolli volg undanrenna, ekki heit
2 og 1/4 tsk þurrger
3 bollar heilhveiti
1 tsk lyftiduft
2 msk hunang
1 - 2 tsk kanill
1/4 tsk salt
5 msk Létt-AB mjólk, olía eða eplamau. Ég notaði AB.
Fylling, grunnur:
2 msk hunang
2 msk sultan góða
1 msk Létt-AB mjólk
1 tsk kanill
Fylling, gúmmulaði (Það sem ég gerði):
Möndluflögur (allt deigið), múslí (1/4 af deigi), möndlusmjör (allt deigið), rúsínur (helmingurinn), mulin hörfræ (allt deigið).
Byrja á því að hita ofninn í 180 gráður. Hita svo mjólkina og strá gerinu þar yfir og láta bíða í um það bil 5 mínútur. Ágætt að bæta hunanginu við blönduna á þessum tímapunkti. Hræra vel saman 2 bolla af hveiti, lyftidufti, kanil og salti í stórri skál. Bæta þá Létt-AB mjólkinni við ásamt gerblandinu. Hræra vel saman. Bæta við 1/2 bolla af hveiti og hræra saman. Dusta rest af hveiti, 1/2 bolla, á t.d. eldhúsborð og hnoða deigið þangað til búið er að hnoða svo gott sem rest af hveiti inn í deigkúluna. Um það bil 20 - 30 skipti. Þá skal fletja deigið út í ferning, nokkuð þunnt. Þá er grunninum af fyllingunni hellt í miðjuna á deginu og með spaða er henni dreift um deigflötinn. Rest af fyllingu, ef vill, er þá bætt við. Hnetum, möndlum, fræjum...
Deiginu er rúllað upp skv. lögum og reglum, eins þétt og kostur er á...
...og skorið í 1 - 2 cm. þykka bita.
Raða á bökunarpappír og inn í ofn í 20 mínútur. Ég setti ekkert ofan á snúðana áður en ég setti þá inn í ofninn.
Niðurstaða:
Æðislegir á bragðið, virkilega, og áferðin er frábær. Fengu frábæra einkunn frá Svöbbu systur, pabba og mistar Paulsen. Svolítið þurrir, en viðráðanlega (aðallega ysta lagið), og geggjaðir með mjólk. Bestu snúðarnir voru rúsínusnúðarnir. Mæli ekki með múslí! Möndlurnar gera alltaf sitt gang og ef maður myndi nú bæta valhnetum og döðlubitum.. oh men!!
Hvað myndi ég gera öðruvísi næst?
Tvöfalda grunn fyllinguna, setja meiri AB-mjólk og/eða olíu í deigið/fyllinguna, pensla snúðana með eggjablandi áður en ég set þá inn í ofn og jafvel toppa með sultu. Hef degið kannsi þykkara næst og geri snúðana stærri.
Verður eitthvað næsta skipti?
Ójá.... þessa geri ég aftur!
Ef þið hafið aðrar hugmyndir um það hvernig best væri að búa til hina fullkomnu ofurheilsusnúða, í gvöðanna bænum ekki vera feimin að tjá ykkur
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bakstur | Breytt 23.9.2010 kl. 21:53 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert alveg ferleg,að byrta svona flottar myndir af svona góðmeti,og freistandi krásum.Þú talar þarna um snúða,og þá verð ég að segja þér að í Reyni Bakara við Dalveg í Kópavogi og í Hamraborg að þar fást góðir gamaldags mjúkir kanelsnúðar,ekki má gleyma að hrósa þér fyrir flotta síðu.
Númi (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 23:46
Takk kærlega fyrir þetta Númi og takk fyrir upplýsingarnar varðandi snúðana! Verð að prófa þá - er gersamlega veik fyrir mjúkum nýbökuðum kanilsnúðum!
Elín Helga Egilsdóttir, 21.7.2009 kl. 09:30
Sæl Elín, ég fylgist alltaf með blogginu þínu og verð bara að segja þér að mér finnst þú bara snilllingur. Hef prófað að baka margt af því sem þú setur hér og hef alltaf verið ánægð með útkomuna og ég mun sko klárlega prufa þessa kanilsnúða. Svo er líka svo gaman þegar þú tekur myndir af öllu sem þú gerir, þá er ekki annað hægt en að prófa. Er einmitt á leið í fæðingarorlof bráðum og þá ætla ég að taka síðuna þína með trompi og baka frá mér allt vit :D
Kveðja, Villa
Villa (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 10:24
Vá, en gaman að lesa svona. Takk kærlega fyrir Villa. Ég vona svo sannarlega að þú getir nýtt þér eitthvað, notið- og líkað vel Bara flott.
Mikil snilld að nýta fæðingarorlof, meðal annars, í tilraunir í eldhúsinu! Ef ég myndi fá svoleiðis tíma í að leika mér í eldhúsinu myndi ég líklegast enda á því að pakka sjálfri mér inn í deig!
Gangi þér sem allra best - og ef þú ert með sniðugar hugmyndir að betrumbætum nú eða viðbótum, endilega deila því með mér
Elín Helga Egilsdóttir, 22.7.2009 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.