17.7.2009 | 10:55
Heilhveiti graskers brauð
Ef þið eigið ekki grasker, þá ætti alveg að vera hægt að nota sætar kartöflur! Soðnar eða ofnbakaðar þangað til mjúkar. Þetta var goooott brauð!
Byrjum á því að hita ofn í 180 gráður.
Þurrefni:
1/3 bolli hafrar
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
1 - 2 tsk kanill
1/2 tsk múskat
salt á hnífsoddi
Blautefni:
1 bolli niðursoðið grasker. Libby's.
1/2 bolli eggjahvítur
1(3 bolli vatn
2 msk olía
1 bolli Létt-AB mjólk, mjólk eða eplamauk.
4 msk hunang
1/2 bolli möndlur eða valhnetur. Hvað sem er svosum. Ég notaði möndlur
Hræra saman þurrefni í stórri skál. Blaut-efni hrærð saman í annarri skál, nema hnetur, og bætt við hveitiblönduna. Hræra þangað til vel blandað en ekki of mikið. Bæta þá við hnetunum. Setja bökunarpappír í brauðform, spreyja eða smyrja smá og hella svo blöndunni ofan í brauðformið. Ég skreytti síðan með graskers- og sólblómafræjum. Inn í ofn í 70 mínútur.
Samt ágætt að fylgjast með því eftir því hvernig ofn þú átt. Hafa það inni þangað til prjóni sem potað er í brauðið mitt kemur út hreinn.
Niðurstaða:
Mjúúkt, þétt í sér og djúsí brauð. Mjög bragðgott, fann vel fyrir greskerinu. Veit ekki hvernig ég get lýst því, smákornótt? Fullkomið eftir nótt í ísskáp!
Hvað myndi ég gera öðruvísi næst?
Ég myndi setja meira af kanil og múskati. Jafnvel smá negul líka. Einnig myndi ég baka það lengur. Tók það líklegast aðeins of snemma út úr ofninum, prjónninn góði var ekki alveg þurr eftir pot! EN... ég er kökudeigsmanneskja svo það truflar mig ekki, en getur veirð erfitt að skera það glænýtt úr ofninum. Flott eftir nótt í kælinum þó! Vel hægt að skera það þá.
Verður eitthvað næst?
Pottþéttó! Ætla að prófa að uppfæra uppskriftina aðeins og sleppa hunanginu alveg! Sjáum hvernig það kemur út!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bakstur | Breytt 23.9.2010 kl. 21:52 | Facebook
Athugasemdir
Umm! girnilegt, ætla pottþétt að gera þetta brauð
Kókoskökurnar þínar eru æði! Notaði reyndar bara 7 eggjahvítur, það kom ekki að sök. Nýjasta uppáhalds nammið á mínu heimili núna.
Takk fyrir mig.
Elísa (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 20:53
Æðislegt að heyra þetta! Mjög vinsælar á þessum slóðum líka. Gaman að vita með eggjahvíturnar, er alltaf að testa magnið sjálf
Elín Helga Egilsdóttir, 18.7.2009 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.