Humarsalat með léttri hunangs-sinnepssósu

Létt og laggott! Einfalt og fljótlegt að setja saman. Bragðgott. Hollt!

Salat og kirsuberjatómatar í grunninn. Steikja papriku, rauðlauk og sveppi á pönnu - setja til hliðar. Steikja humar og krydda með því sem vill. Salt, pipar, fiskikrydd. Rétt áður en humarinn er til setja möndluflögur út á pönnuna. Fyrst setja salat og tómata í skál, þar á eftir steikta grænmetið og ofan á grænmetið fer humarinn. Ofan á humarinn góða fara ristuðu möndlurnar og yfir allt heila klabbið fer hunangs sinnepssósan.

Humarsalat með léttri hunangs sinnepssósu

Sinnepssósuna hrærði ég saman úr 1 dl Létt AB-mjólk, rúmlega msk. honey Dijon sinnepi, smá hunangi, salti, sítrónusafa og pínkulítið tahini. Hún var eðal fín! Væri hægt að nota hana á samlokur, með hrísgrjónum, kjúlla... alveg að gera sig. Mmm.

Létt og laggott humarsalat með hunangs sinnepssósu

Næst þegar ég geri svona sleppi ég kálinu alveg, steiki meira af grænmeti og nota tonn af möndlum. Möndlur, humar, sinnepssósa, steikt grænmeti = AMEN!

Létt og laggott humarsalat með hunangs sinnepssósu

Þetta var gott. Mjög gott. Ég er sérlega hrifin af sinepssósunni með humrinum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ella mín.......þessar humaruppskriftir þínar eru að leiða mig út í búð að splæsa í humar........

Takk fyrir frábær skrif og skemmtistundir við lestur þeirra.

Bestu kveðjur,

Sólveig.

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 23:12

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Oh Solla... humar! Það er það besta sem ég fæ! Ég mæli sko eindregið með því að þú grillir þér svoleiðis í sumar! Bara frábært.

Elín Helga Egilsdóttir, 15.7.2009 kl. 09:06

3 identicon

OhSollaHumar, ný tegund???

Dossa (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband