Æðisleg döðlu og jarðaberjasulta

Einn lesandi af þessu bloggi mínu, Ásta, benti mér á sultu sem hún býr sér stundum til. Mér fundust þessi hráefni og tegund af sultu frábær og prófaði að sjálfsögðu samdægurs að búa hana til! Það er einfalt að búa sultuna til, hráefnin sem fara í hana eru einungis tvö, hún er sykurlaus - meiriháttar bragðgóð og skemmtileg! Við mister Paulsen erum svakalega hrifin af henni!

Döðlu og jarðaberjasulta

150 gr. frosin jarðaber

100 gr. döðlur

Sjóða saman í potti, hita vel, merja saman og kæla. Getur þetta verið auðveldara?

Heimatilbúin döðlu og jarðaberjasulta í bígerð

Ég notaði þurrkaðar döðlur, án efa betra að nota ferskar. Hægt að kaupa þær í t.d. Bónus. Úr þessum hráefnum urðu til um það bil 280 gr. af sultu. Nógu mikið til að fylla krukku eins og þessa.

Heimatilbúin döðlu og jarðaberjasulta

Það er reyndar ekki mikið eftir í þessari krukku. Palli er búinn að vera að beyglast og möndlusmjörast í nokkra daga! Sultan er nokkuð þykk og í henni leynast smá bitar úr jarðaberjum og döðlum. Ég, eins og sönnum víking sæmir, notaði handafl og stappaði gumsið með gaffli. Líklega betra að nota t.d. töfrasprota eða matvinnsluvél.

Heimatilbúin döðlu og jarðaberjasulta

Þetta er best! Sultan góða og heimagerða möndlusmjörið! Hamingja og gleði í einni lítilli skeið eða á brauð eða ofan á graut eða með kotasælu....

Heimatilbúin döðlu og jarðaberjasulta og möndlusmjör

Bestu þakkir Ásta fyrir meiriháttar uppskrift! Ég kem án efa til með að eiga alltaf skammt af þessari snilldar sultu í ísskápnum hjá mér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jasssso, ættir kannski að vera búin að koma og lánast töfrasprotann sem að ég er búin að vera að beyðast yður

Dossa (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Já, hann skal sækjast og lánast! Gæti ég búið til 6 tonn af sultu á nó tæm!

Elín Helga Egilsdóttir, 15.7.2009 kl. 19:51

3 identicon

Njóttu vel   Gott að heyra að allir eru sáttir með útkomuna á sultunni

Ásta (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband