14.7.2009 | 16:16
Eins og grillaður banani
Ég er assgoti vel steikt eftir sólböð og almenna útiveru síðan á sunnudaginn! Notalegt engu að síður, sumarið er komið, skráð og skjalfest í minni bók!
Fékk mér Skyr.is í eftirmiðdaginn. Skyr.is með kanil, að sjálfsögðu, 1/2 niðurskornu örbylgjuhituðu epli og blandi af muldum hör-, sólblóma- og graskersfæjum ásamt möndlum.
Ég get nú ekki í hreinskilni sagt að mér þyki Skyr.is gott! Var búin að steingleyma hversu hræðilega væmið það er. Hrært eða hreint KEA er algerlega málið en það er því miður ekki til hérna í vinnunni! Ekki aftur snúið þegar ég hafði hrært herlegheitin saman. Smakkaði og mundi, mér til mikils ama, af hverju ég hætti að borða þetta skyr-kvekendi. Viðbitið gerði þó sitt gagn og kanillinn og eplin stóðu sig vel í því að fela væmnisbragðið! Hefði fengið mér hrökkbrauð með kotasælu og eplasneiðum ef kanilepli og krums hefðu ekki kallað svona stíft á átvaglið!
Horfur til kvöldsins: Humar!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Millimál, Skyr | Breytt 23.9.2010 kl. 21:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.