Nákvæmlega eins og sumardagar eiga að vera

Þvílíkt og annað eins veður... ahhhh! Ég er mikil hitadrós! Ég plumma mig vel í mikilli sól. Vona að ég endurfæðist sem eitthvað dularfullt hitabeltisdýr!

Fórum annars í Ásbúðina í dag. Gúmmulaðihöllin, uppeldisstöðvarnar. Þar tók hann karl faðir minn svona á móti okkur. Frekar góður á því að ditta að hengirúminu. Með flottasta hatt í heimi!

Pabbi og hengirúmið

Það var ekki mikið gert í dag annað en að njóta þess að vera til. Hanga á pallinum í sólbaði með fjölskyldunni, narta í nart, spjalla og liggja í hengirúminu! Algerlega bjútifúlt! Kom að Palla 'lesandi' í forsælunni.

ofurhengirúmið

Ég troddaði mér auðvitað með í hengirúmið!

Troðsla í hengirúmið

Eitt útsýni úr hengirúminu góða!

viðbrenndar tær

Annað útsýni... töluvert fínna!

Hengirúmsútsýni!

En svo ég komi mér nú að punktinum yfir I-ið. Fullkominn endir á æðislegum degi! Kjúklingur, sætar kartöflur með osti, hýðishrísgrjón, ferskt salat....

Eðalmáltíð á yndislegu sumarkvöldi

...og uppáhaldið mitt! HUMAR! Jííhaaa!

Humar með sveppum og papriku

Fyrsti diskur af þremur ásamt narti! Kjúklingurinn fékk systir mín kær að erfa þar sem hún borðar ekki humar. Ótrúlegt að við séum skyldar.

Mmm

Nú er ég farin út að skokka. Gerist ekki betra veður til skokks. Njótið þess sem eftir er af deginum - hinn fullkomni afslöppunar-leti sumardagur. Vel að mínu skapi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband