12.7.2009 | 10:44
Banana soft serve
Veðrið er ótrúlegt!!
Ég bara varð að prófa þetta aftur síðan í gær. Þegar ég vaknaði í morgun stökk ég beint upp úr rúminu og inn í frystinn að sækja bananana!
Þeir fóru ofan í matvinnsluvélina og eftir nokkra stund litu þeir svona út!
Svo svona.. aðeins byrjaði að maukast! Ég þurfti að stoppa nokkrum sinnum til að skafa hliðarnar á matvinnsluvélinni! Ég gleymdi nú að taka mynd af bananakúlunni sem myndast og matvinnsluvélin byrjar að hoppa út um allt!
Fimm mínútum seinna... LOKSINS! Lítur ekkert smá vel út! Athugið að þetta eru bara... bananar! Engu bætt við! En ef maður maukar þá svona lengi þá gerist eitthvað magnað... segið það satt. Væri kannski hægt að setja út í þetta vanilludropa en svei mér þá, það þarf ekki! Muna bara að bera fram strax! Ég sleikti líka blaðið á matvinnsluvélinni og var nokkuð sama um öryggi minnar eigin tungu!
Ávaxta og berjabomba í morgunmat! Mikið svakalega hefur maður það nú gott!
Með möndlusmjörinu góða og muldum hörfræjum! Möndlusmjörið var geggjað með þessu!
Þetta var alveg svakalegt! Og hugsið ykkur bara... ekkert prótein með þessari máltíð hjá undirritaðri! Ætti að fá verðlaun fyrir þetta!
Ég er farin á pallinn hennar mömmu! Sjáumst kannski í kvöld, töluvert viðbrenndari en núna!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Eftirréttur, Millimál, Uppáhalds | Breytt 23.9.2010 kl. 21:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.