Systra fiestaa

Laugardagur, nammidagur.... svo sannarlega!

Bauð brúna Spánardýrinu heim til mín í sjónvarpsgláp og mikið ét! Á boðstólnum var hinn sívinsæli Doritos kjúlli, sem hún er búin að þrá í hundrað ár, og eftirlíking af Doritos kjúllanum fyrir sjálfa mig.

Svabba brúndýr

Doritos kjúlla er, eins og flestir þekkja, púslað saman úr Doritos, ostasósu, salsasósu, kjúlla og osti.

Doritos kjúlli

Eftirlíkingin var góð. Rauðlaukur, sveppir, paprika og hvítlaukur steikt á pönnu þangað til meyrt, þá kryddað eftir smekk. Smá salsasósu bætt út á pönnuna og gumsinu helt í fat. Smá bbq sósa og hot sauce þar yfir, kjúllinn ofan á og smá salsasósa yfir. Næst er tómatsneiðum raðað ofan á kjúllan, nokkrum Camembertsneiðum ofan á tómatana og pínkulítið af gratínosti þar yfir. Æææðislega gott!

Eftirlíking af Doritos kjúlla án Doritos

Með þessu var svo heimagert guacamole! Það er einfaldlega best!

Guacamole

Svabba að teygja sig í Doritos! Með þessu var salsasósa, auka Doritos, ostasósa og sýrður rjómi. Skar líka niður heilhveiti tortillur og ofnsteikti - mitt Doritos! Sumardrykkurinn ógurlegi hangir hress á kanntinum, sprite zero (eða kristall), appelsínusafi og frosin jarðaber! Mmmm...

Systrakvöld

Pínkulítið af þessu Whistling En ég var dugleg, fékk mér bara smá! Græna gumsið í fremri skálinni, wasabi hneturnar, er best! Hræðilega ávanabindandi!

Hnetumix og

Svo bjó ég til hálfgert banana soft serve. Banana ís! Frosnir bananar settir í matvinnsluvél og hrærðir saman í um það bil 5 mínútur. Fyrst mynda þeir hálfgerða kúlu, svo fer matvinnsluvélin á fullt og allt í einu gerist eitthvað stórkostlegt og þeir maukast saman.

Banana soft serve

Áferðin er fullkomin! Þetta er bilaðslega gott! Ég segi ykkur það - ég aulaðist til að bæta út í þetta próteini, sem var fínt líka en miklu betra þegar bananinn var bara! Ætla að fá mér svona í hádeginu á morgun, kem með flotta mynd þá!

Banana soft serve

Með berjum, nýbakaðri möndluköku, granola stöng og möndlusmjöri! Óguð!!

Banana soft serve með möndluköku, berjum, granola stöng og möndlusmjöri

Jæja, ætla að halda áfram að horfa á fína skrokka í 300! Mjög greinilegt að þeir hafa aldrei upplifað nammikvöld eins og þetta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OMNOMNOMNOMOMNOM, need i say more? maginn í mér var ekkert smá sáttur :)

svava (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Nákvæmlega eins og það á að vera!

Elín Helga Egilsdóttir, 12.7.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband