10.7.2009 | 22:51
Stórgóður Makríll
Já, pabbi kom heim af sjónum í gær. Með honum fylgdi glænýr, nánast spriklandi Makríll sem var snæddur í kvöld af forvitnum og gráðugum fjölskyldumeðlimum!
Velt upp úr kryddi og hveiti og steiktur á pönnu. Virkilega, virkilega góður fiskur. Áferðin skemmtileg, bragðið æðislegt - minnti kannski á þorsk eða ál hvað áferð varðar. Mjöög gleðilegt smakk!
Með þessu var ferskt salat og Mango Chutney sem kom frábærlega vel út með fiskinum. Við ætlum að prófa að grilla hann næst. Nokkrir fiskar eftir! Enginn smá lúxus að eiga pabba sem kemur heim með allskonar gúmmulaði, flundurnýtt upp úr sjónum til prufu - lovit!
Eftirréttur kvöldsins, ef eftirrétt má kalla, var besta vatnsmelóna sem ég hef fengið í ár! Ég segi það satt. Rosalega safarík, sæt og crunchy! Nákvæmlega eins og vatnsmelónur eiga að vera. Í bakgrunn sést Wicked Paulsen gúmsla einni sneið græðgislega í sig! Á eftir þessari sneið fylgdi önnur!
Garðurinn hennar mömmu er í blómstra. Ég eeelska... garðinn hennar mömmu! Er svo fallegur ákkúrat núna. Það er svo notalegt að sitja út á palli, út á grasi nú eða í hengirúminu og njóta þess að vera til. Lyktin af öllum blómunum... ahh! Sumar!
Ohhh hvað þessi fiskur var ógeðslega góður!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Fiskur, Kvöldmatur, Vinir og fjölskylda | Breytt 23.9.2010 kl. 21:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.