10.7.2009 | 16:43
Kanil og döðlu kjúklingur með ólívum og möndlu Dukkah
Jesús minn þetta veður! Hlakka mikið til í kvöld þegar ég fer út að skokka. Tók 5km miðnæturskokk í gær og þvílík hamingja sem það var! Mæli með því!
Þið sem lesið þetta hjá mér vitið vel að kanill er uppáhalds kryddið mitt! Mikið er hann ógeðslega góður. Ekki vera hrædd, hann passar fullkomlega með kjúkling! Palli bjó til meiriháttar kjúklingarétt um daginn og ég bara varð að deila þessari uppskrift með ykkur!
Kanil og döðlu kjúklingur með ólívum og möndlu Dukkah - fyrir 2
7 - 10 ferskar döðlur, steinlausar
Kanill eftir smekk
Salt og pipar
Dukkah með möndlum, er í brúnni dós.
Hálfur rauðlaukur
Ólívur
Saxa döðlurnar smátt eða mauka. Skera laukinn og ólívurnar smátt og svissa á heitri pönnu. Bæta kanil við. Skera kjúllann í litla bita og setja hann út í lauk-kanil mixið. Salta og pipra eftir smekk. Þegar kjúllinn er steiktur í gegn er döðlumaukinu og dukkah kryddinu hellt yfir kjúllann og leyft að malla áfram á lágum hita í 2 - 3 mínútur.
Bara gott mín kæru. Bara gott!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjúklingur/Kalkúnn, Kvöldmatur | Breytt 23.9.2010 kl. 21:47 | Facebook
Athugasemdir
er að byrja að prófa mig áfram í uppskriftunum frá þér .. mm verí næs :) prófaði brokkolísalatið um daginn - átti ekki von á miklu .. en það kom verulega á óvart, í sumar og haust ætla ég svo að vera dugleg að prófa hina og þessa rétti frá þér. Langaði svo að mæla með þessari sultu:
Jarðaberjasulta
150 gr. frosin jarðaber
100 gr. döðlur
Allt hitað saman í potti, maukað og kælt
... einföld en ótrúlega góð og kemur á óvart, t.d. mjög gott að skella kotasælu á hrökkbrauð (eða bruðu/ eða eitthvað álíka) og smella sultuslettu ofan á .. mmm
Góða helgi skvísa
Ásta (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 22:32
Já, brokkolísalatið - ég er rosalega hrifin af því! Er náttúrulega mikil sætugrís. Er kannski ekkert að marka mig.
Þessi sulta hljómar hinsvegar ekkert smá vel! Ég á þetta líka alltsaman - ætla að skella í hana á eftir! Einföld, fljótleg, holl - sykurlaus!!! Takk kærlega fyrir þetta Ásta - sé þessa snilld vel fyrir mér með hafragraut á morgnana, pönsum og að sjálfsögðu á brauð!
Bara æðislegt!
Elín Helga Egilsdóttir, 10.7.2009 kl. 23:00
Jú og góða helgi sömuleiðis! Svona er þetta þegar maður gleymir sér alveg í græðgislegum sultupælingum!
Elín Helga Egilsdóttir, 10.7.2009 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.