9.7.2009 | 09:39
Prótein pönnukaka með banana og möndlusmjöri
Þar sem mín hreyfing felst aðallega í því að lyfta þá borða ég svolítið mikið af próteinríkum mat til að viðhalda vöðvavef og reyna að stækka hann. Ég vil taka það fram að það er ekki nauðsynlegt að borða próteinkyns, hvað þá 20 gr. + af próteini, með hverri einustu máltíð 'nema' þú sért í sömu pælingum, nú, eða þér þyki próteinríkur matur afskaplega bragðgóður. Það er að sjálfsögðu ágætt að fá sér nart úr hverjum fæðuflokki í öllum máltíðum dagsins en almáttugur, það er ekkert til að missa svefn yfir. Sérstaklega ef þú ert að spá í því að umturna matarræðinu.
Fyrir mér, persónulega, snýst þetta frekar um að borða hollan og góðan mat. Lítið unninn með eins fáum viðbættum aukaefnum og kostur er á. Eggjahvítur, hnetur, baunir, fræ, fiskur, kjúklingur, korn... og svo margt fleira eru góðir kostir þegar kemur að prótein hugleiðingum og bara það, að fá sér ferskt salat með t.d. hummus eða guacamole, baunum, quinoa og einhverri góðri dressingu er frábært í hádegismatinn. Það þarf ekki alltaf að vera kjúklingur, kjöt eða duft til að uppfylla einhvern próteinskammt!
Hinsvegar, þá er það mjög auðvelt fyrir mig að nota próteinduft því jú, það hentar, það er fljótlegt og mér þykir það ekki alslæmt. Þar af leiðandi bjó ég mér til prótein kanil pönnsu í gær sem ég tók svo með mér í vinnuna í dag. 'Prótein pönnukaka' því jú, eggjahvíturnar innihalda prótein ásamt duftinu.
Prótein pönnukaka með bananasneiðum og heimagerðu möndlusmjöri
1,5 dl eggjahvítur (um það bil 4 - 6), tappi vanilludropar, 1 msk próteinduft og slatti kanill hrært saman og gúmslað á pönnu þangað til reddí. Ég nota ekki meira prótein en þetta því ef ég set of mikið verður pönnsan eins og skósóli og ef ég nota ekkert þá er þetta barasta eggjakaka ... gullinn millivegur! Þeir sem ekki nota prótein gætu t.d. sett mulda hafra í staðinn eða búið sér til crepe!
Ég raðaði bananasneiðum á pönnukökuna, pínku múslí fyrir crunch og nokkrum rúslum og toppaði með 1 msk. heimagerðu möndlusmjöri!
Möndlusmjörið er geggjað! 300 gr. möndlur, 1 msk kanill og 1 msk hunangi blandað saman, ristað í ofni og hakkað í spað! Ótrúlega bragðgóður skammtur! Geri þetta pottþétt aftur.
Pönnukökunni rúllaði ég svo upp. Miklu skemmtilegra að borða hana þannig!
Þegar pönnsunni er rúllað upp, með öllu namminu inní, þá kremjast bananasneiðar og múslí saman með hnetusmjörinu. Úghh það er svo syndsamlega gott að bíta í hnetusmjör og rúslur inn á milli!
Pönnukakan inniheldur um 130 hitaeiningar og 27 gr. af próteini. Með banana og hnetusmjöri skúbbast hitaeiningarnar upp í 320, um það bil, að viðbættum 20 gr. af kolvetnum úr banananum og hollri fitu úr möndlusmjörinu og eggjahvítunum. Geggjað! Ef þú vilt, þá er hægt að setja hafragraut inn í pönnsuna líka, svo banana og eitthvað meira gúmmulaði! Það er mjöög gott!
Þegar þetta er borðað er eins og maður sé að svindla! En hey, aldeilis ekki! Pönnukakan er bara samsett úr eggjahvítum og próteini! Svona veisla væri líka fullkomin sem viðbit í eftirmidaginn. Hita t.d. epli í örbylgju, strá yfir með kanil og raða á pönnsuna eða nota ber, ávexti, kotasælu.... mmmm!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hugleiðingar, Morgunmatur, Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 21:43 | Facebook
Athugasemdir
Æðisleg síða, kíki á hverjum degi:) Ert svo frumleg og sniðug í því að mixa hitt og þetta og útkoman verður endalaust girnileg....ætla sko að fara að prófa mig áfram í uppskriftunum þínum:)
Sigrún (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 11:17
Ohhh... alltaf svo skemmtilegt að fá að vita hverjir lesa og geta nýtt sér þessa síðu! Hvetur mann mikið til þess að halda áfram
Best þakkir fyrir þetta Sigrún!
Elín Helga Egilsdóttir, 9.7.2009 kl. 15:38
O mæ god hvað þetta er girnilegt! Nammmms!
inam (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 17:00
Og gott varð það... mjöög gott! Þetta hnetusmjör er hættulegt...
Elín Helga Egilsdóttir, 9.7.2009 kl. 20:50
Hvaða bragð af próteindufti notar þú?
Viktoría (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 15:56
Ég nota yfirleitt alltaf vanillu - eitthvað sem er hlutlaust á bragðið. Banana, kanil, jarðaberja. Súkkulaði kaupi ég mér nærri aldrei og jarðaberja sjaldan. Getur stundum verið svo svakalegt gervibragð af því. Annað, ef ég kaupi mér hlutlaust bragð þá þykir mér auðveldara að "baka" úr því
Sem máltíð - millimál.
Vanillu, jarðaberja, banana, cinnamon swirl - Muscle Milk er geggjað!
Syntha 6 jarðaberja og cinnamon Dessert í sömu línu líka frábært!
Strax eftir æfingar eða í morgunmat!
100% vanillu whey prótein. Í drykki, pönnsur, grauta...
Elín Helga Egilsdóttir, 21.7.2009 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.