Grænmetis sjúklingur

Ég er búin að vera sjúk í ofnbakað grænmeti alla vikuna og það virðist ekkert lát vera þar á. Ofnbakaðar sætar kartöflur, gulrætur, blómkál, laukur (allskonar), paprika... ohh það er svo gott! Bjó mér til semi tortillu í kvöld fyllta af ofnbökuðu ofurgrænmeti og afgangs kjúkling. Hitti svona líka beint í mark!

Eggjahvítu og prótein tortilla með ofnbökuðu grænmeti og kjúlla

Tortilluna hrærði ég saman úr 1 dl eggjahvítum, 1 msk próteini, hot sauce, oregano, salti og pipar. Steikt á pönnu þar til eggin eru steikt í gegn. Tók þá grænmetið, kryddaði með chilli, papriku, engifer, dukkah og smá curry paste - nánast copy paste (Curry paste - copy paste.. hahh!) af síðustu máltíð, þið sjáið kannski mynstrið?

Eggjahvítu og prótein tortilla með ofnbökuðu grænmeti og kjúlla

Rúllaði eggjahvítu tortillunni upp, utan um gumsið...

Eggjahvítu og prótein tortilla með ofnbökuðu grænmeti og kjúlla

...afrakstur "erfiðisins" myndaður í bak og fyrir!

Eggjahvítu og prótein tortilla með ofnbökuðu grænmeti og kjúlla

Ojjjj hvað þetta var gott! Endalaust kátur maginn ákkúrat núna! Holl, GÓÐ og fljótleg máltíð, full af hamingjusömum og gleðilegum kolvetnum, próteinum, fitum og guð má vita hverju öðru! Ég sit líka hérna með bumbuna út í loftið svoleiðis pakksödd!

Vona svo sannarlega að þið hafið notið kvöldmatarins jafn vel og ég! Mmhhhmm...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, ég er alltaf að kíkja hérna inn á síðuna þína og líst ekkert smá vel á matinn sem þú mallar! Ert alveg búin að veit mér innblástur í ýmislegt get ég sagt þér plús það að sykur heyrir sögunni til í mínu mataræði! En það er eitt sem ég er að spá í og það er þetta prótein sem þú virðist nota..tjah eiginlega bara í allt! Hvaða prótein er þetta og hvar færðu það? Ég er alveg blaut á bakvið eyrun þegar kemur að svona prótein málum en þyrstir í meiri upplýsingar um þetta

Og já eitt svona p.s. Eru uppskriftirnar þínar ekkert flokkaðar?? Ég er stundum að lenda í vandræðum með að finna eitthvað gamalt frá þér sem mig langar að prófa... hehe. En þetta er klárlega bara lúxusvandamál og sennilega líka heimtufrekja af minni hálfu...

Helena (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 20:46

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sæl Helena og takk kærlega fyrir mig Ekkert smá gaman að heyra þetta! Sérstaklega með sykurinn því það er hægt að fá hann á svo mörgum öðrum stöðum. Þó það sé að sjálfsögðu í lagi að bíta í kökur og pönnsur af og til, til að gleðja sálin

Próteinið sem ég nota "með/í mat" er hreint whey prótein. Eða eitthvað hreint prótein. Yfirleitt vanillu því það er hlutlausast á bragðið. Ég myndi ekki nota prótein sem er ætlað til að koma í stað fyrir máltíð því, jah.. þá gætirðu alveg eins fengið þér það í matinn og það er yfirleitt aðeins dýrara en hreina próteinið. Hreint prótein er líka sniðugt að nota í grauta, kökur, granola stangir, brauð... allskonar sneddí. Ég er að fara á stúfana bráðum að finna eitthvað sniðugt hreint prótein sem ódýrast hérna heima. Ætla svo að koma með smá útdrátt á því hér.

Varðandi uppskriftirnar, þá fann ég engan sniðugan fídus hér á mbl annan en að skrá þær inn sem linka á "um höfund" síðunni. Ef þú smellir á litlu myndina af mér efst til vinstri þá eru þær neðst á blaðsíðunni

Elín Helga Egilsdóttir, 8.7.2009 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband