7.7.2009 | 14:08
Sykurlausar smákökur
Ég skundaði niður í Smáralind í hádegismatnum og rambaði á Super Megastore eða hvað þessi búð heitir nú aftur. Búð sem hefur að geyma nánast allt sem maður þarf ekki á að halda en verður að eiga! Plastílát, eitthvað sem ég virðist aldrei eiga nóg af, matvöru, eldhúsáhöld, dót... og allt á 200 krónur eitthvað slíkt.
Ég stakk nefinu að sjálfsögðu inn í búðina, rölti þar einn hring og rak augun í matvöruhilluna! Þar sá ég nokkra poka sem á stóð, stórum rauðum stöfum, "Sugar-Free". Ég að sjálfsögðu staldraði við, las betur og komst snarlega að því að pokarnir innihéldu smákökur.
Súkkulaðibita, hafra, hnetu. Allskonar. Eins og sannri efasemdadollu sæmir reif ég einn pakkann úr hillunni og byrjaði að leita að næringargildi gumsins. Jújú, enginn sykur 'skráður' en honum er skúbbað út fyrir efnið Maltitol. Maltitol er í stórum dráttum sykur-staðgengill, sætari en eiginlegur strásykur, inniheldur færri hitaeiningar og fer hægar út í blóðið - er þar af leiðandi hentugri fyrir sykursjúka.
Nú er ég enginn næringarfræðingur og get lítið tjáð mig um 'hollustu'gildi svona köku. Ég, persónulega, myndi ekki gúlla þessu í mig bara af því þær eru stimplaðar sykurlausar. Hver skammtur eru um það bil 4 - 6 kökur, fer eftir gerðinni og 100 hitaeiningar. Í hverjum skammti eru 5gr af fitu, 15gr kolvetni, 2gr prótein og svo 6gr af þessu Maltitol sætuefni.
Ég hef svosum séð það verra, ég segi það ekki. Þetta er líklega ágætis "Ég þarf svo mikið kex" bani eða til að bíta í eftir máltíð. Það er líka notuð Canola olía í kökurnar sem er góða gerðin af olíu. En ég er efasemdin uppmáluð, ef ég fæ mér smákökur eða kex þá er það yfirleitt eitthvað sem ég hef bakað sjálf og það virkar bara flott! Allt sem merkt er sykur- og fitulaust fær alltaf hornauga frá mér!
En jú, þær eru sykurlausar og án efa aðeins betri kostur en smákökur sem eru stútfullar af sykri - ef maður passar sig að éta ekki allan pokann í einu að sjálfsögðu!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hugleiðingar, Snarl og pill | Breytt 23.9.2010 kl. 21:42 | Facebook
Athugasemdir
OMG OMG OMG OMG
Cookies Smookies, við erum að tala um 145, 145 I say!
Dossa (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 01:00
Já einmitt.. og... þær eru bara nokkuð bragðgóðar! MJööög gott að stinga þeim í örrann í 10 sek. eða svo
Elín Helga Egilsdóttir, 8.7.2009 kl. 06:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.