Innkaupadagurinn og bollarnir

Við náðum að klára um það bil allt bitastætt í gúmmulaðihellinum í gær. Síðustu bitar af grænmeti fóru í hallærismáltíðina, nammiskápurinn er svo til tómur og þegar ísskápurinn er opnaður heyrist drungalegt vindhljóð! Ég kem því til með að bæta úr því í dag, sem er endalaust almennilegt. Alltaf svo gaman að klára birgðirnar til að geta farið og verslað nýtt gleðiefni! Kætir mitt matgráðuga hjarta óstjórnlega!

Ágætis brennsla átti sér stað í morgun. Gamla góða 40 mínútna brennsluæfingin tekin með trompi á rassatækinu sívinsæla. Það verður nú samt að segjast eins og er, HIIT brennsla er töluvert áhrifaríkari og skemmtilegri brennsluaðferð. En eins og með svo margt annað, þá er ágætt að breyta til inn á milli.

Morgunmat var púslað saman upp í vinnu í tveimur mismunandi bollum. Annar bollinn, sumarlegi jólabollinn, samanstóð af vatni og Detox te...

Womans Energy Detox Yogi Te

...á meðan hinn bollinn, nokkuð vinsælli, samanstóð af örbylgjuhituðu hreinu próteini, kanil, smá graut og banana. Þá dýrð toppaði ég með nokkrum rúsínum, sólblóma- og graskersfræjum, 5 korna blandi og möndlum. Gæti trúað því að fræblandan hafi verið msk.

Prótein, banani, grautur, kanill ásamt hnetu, rúsínu og fræmixi

Bollinn útataður í kanil og bitinn upp úr útataða kanilbollanum fullkominn! Heitt, sætt, crunchy... mMmM!

Prótein, banani, grautur, kanill ásamt hnetu, rúsínu og fræmixi

Og já... það er mjög skemmtilegt að borða eðalgraut upp úr bolla!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband