6.7.2009 | 19:58
Bragðgóður hallæris kvöldmatur
Verður ekki einfaldara. Næstum því ekki hægt að kalla þetta eldamennsku. Réttara að kalla þetta samsetningu! Tilbúinn kjúlli, frosið grænmeti, ferskt niðurskorið grænmeti, krydd og tadaa! 'Tandoori' kjúklingur með grænmeti og dukkah kryddi.
1. Kaupa tilbúinn kjúkling eða nota afgangs kjúkling. Ef þú ert grand á því, steikja, baka, hita, grilla kjúlla sem þú þegar átt.
2. Kaupa frosið grænmeti, nema að sjálfsögðu þú eigir það í ísskápnum. Asian stir mix eða wok blöndu.
3. Bæta við fersku grænmeti að vild. Ég bæti yfirleitt við mix eins og þetta, gulrótum, sætum kartöflum, lauk, sveppum, brokkolí ofr. Stundum set ég ananas og baunir saman við.
4. Henda grænmeti inn í ofn, eða steikja á pönnu, þangað til gulræturnar eru al dente.
5. Setja grænmeti og kjúkling í skál og krydda með því sem vill. Ég notaði engifer, chilli, papriku, hvítlauk og dukkah krydd með möndlum. Það er æðislegt! Líka gaman að bæta við svona sambland hnetum - kasjú! Oghh..
6. Í lokin hræri ég saman við gumsið blöndu af létt AB-mjólk og Tandoori curry paste. Alltaf gaman að eiga svona krukku í ísskápnum. Sérstaklega þegar hippa-máltíð eins og þessi er á boðstólnum!
Flott ét, þó myndin gefi kannski annað til kynna. Bragðið er frábært, rétturinn fullur af grænmeti, prótein úr kjúllanum og maturinn til á innan við 30 mínútum! Það held ég nú!!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjúklingur/Kalkúnn, Kvöldmatur | Breytt 23.9.2010 kl. 21:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.