13.7.2009 | 20:07
Alt muligt eggjakökur...
...standa vel fyrir sínu! Allir hafa smakkað eina slíka.
Þið þekkið þetta... fullt af afgangs grænmeti í ísskápnum sem þarf að nota áður en eitthvað hræðilegt gerist. Yfirleitt, þegar ég er með hrúgu af afgangs grænmeti, þá bý ég mér til eggjaköku. Ég elska allra handa eggjakökur-, gums-, hræru... hvað þið viljið kalla það. Fullkominn hádegis-/kvöldmatur þegar ekkert annað er til. Bragðgott, einfalt, hollt og gott!
Ég fann inn í ísskáp skallot-, hvít- og rauðlauk, sellerí, sveppi, sæta kartöflu, papriku og brokkolí. Steikti sveppi og lauk á pönnu þangað til meyrt, bætti þá restinni af hráefninu við og steikti þangað til kartaflan var orðin al-dente. Krydda eftir smekk - ég notaði smá chilli, hvítlauk og engifer. Hrærði þá saman 3 eggjahvítur með mjólkurdreitli og hellti yfir. Þessu leyfði ég að malla þangað til botninn varð crispy og bjútifúl og eggjahvítan steikt í gegn. Renndi af pönnu og skutlaði smá hot sauce yfir! Mmhmm!
Með þessu fékk ég mér soja filet sem ég keypti um daginn og smá kotasælu.
Engin stóreldamennska í gangi en glæsilega fín máltíð og ferlega flott á litinn!
Dæmi um annað alt muligt ofurgums!
Allir út að njóta síðustu geislanna!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Egg | Breytt 23.9.2010 kl. 21:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.