2.7.2009 | 11:06
Eiki veiki og ísinn
Fyrsti hiti ársins. Svimi, beinverkir og slappleiki! Ekki alveg nógu kát með framvindu mála enda mikill súri þegar ég vaknaði í morgun.
Hvað er samt betra, þegar maður er illa haldinn, en ís? Blandaði mér jarðaberjaís í morgun eftir hita- og verkjastillandi pilluát! Mikið var það nú gott! Í blender hrærði ég saman skyri, próteini, mjólk, vatni, hörfræjum, frosnum jarðaberjum og hnetusmjöri. Beinustu leið þaðan í ísvélina góðu!
Beinustu leið úr ísvélinni ofan í skál. Með 'ísnum' hafði ég nokkrar möndlur og múslí ásamt hafra- og hnetubita sem ég bjó til um daginn! Rosalega góðir!
Notaði svo hnetubitann til að skófla ísgumsinu upp! Úff... alls ekki slæmt!
Alls, alls.. ekki slæmt! Ískaldur ísinn og sýran úr jarðaberjunum á móti sætum hafrabita með karamelliseruðum döðlum! Bara æðislegt!
Ég set uppskriftina af hnetubitunum inn sem fyrst en ákkúrat núna á ég stefnumót við rúmið mitt og sængina!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Prótein, Skyr | Breytt 23.9.2010 kl. 21:36 | Facebook
Athugasemdir
Æfffff, drey drey veiki
Láttu þér nú batna krúttið mitt, sem allra fyrst!
*knúsar*
Dossa (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.