Nýta tímann

Hvað þykir mér gott að gera þegar ég er að elda og/eða bjóða í mat?

1. Vinna mér inn tíma með því að: Skera niður grænmeti, ávexti, leggja á borð, búa til eftirrétt, dressingar, morgunmat - allt hlutir sem hægt er að gera t.d. kvöldið áður eða fyrr um daginn, fyrir t.d. matarboðið ,löngu áður en gestirnir koma. Geyma skorið grænmeti og ávexti í lokuðum ílátum inn í ísskáp. Muna bara að nota skynsemina - epli, bananar, mango verða brún. Sumt kál á það til að líjast... þið vitið hvað ég meina. Ég sker oft niður grænmeti kvöldið áður, hendi því í lokað ílát og inn í ísskáp. Kippi því svo út og beint inn í ofn þegar ég kem heim úr vinnunni.

2. Hvítir diskar gera matinn girnilegri að mínu mati. Þeir ganga með öllu og maturinn verður bjútifúl. Líka hægt að para saman litaða diska með svipað lituðum mat - en jú, þá þyrfti maður að eiga marga litaða diska.

3. Ekki vera hrædd(ur) við að prófa eitthvað nýtt! Mjög mikilvægt! Þú veist aldrei hvenær og hvort þú búir til eitthvað sem hreinlega.. virkar! Yfirleitt er verið að bjóða vinum og fjölskyldu í mat svo ef þú klikkar á einhverjum exotískum mango eftirrétt með hvítlauksbragði, þá er ekkert annað í stöðunni en að hlæja að því, hlaupa út í búð og kaupa smá ís. Ágætis saga í næsta matarboði!

4. Hugsa um þarfir gestanna. Ef fyrirséð er að borða úti, og við eigum heima á Íslandi, hafa til reiðu t.d. teppi nú eða hitasvepp ef þú átt einn slíkan.

5. Minnstu hlutir eins og fallegar sérvéttur bæta miklum glamúr í hvaða matarboð sem er.

Gott dæmi um nýtingu á tíma er næturgrauturinn góði... og góður var hann í morgun! Ég vakna 5:45, stekk framúr, gleypi í mig grautinn og hann er horfinn 5:47. Flott ef ég er að mæta í ræktina klukkan 07:00.

Næturgrautur - múslí, morgunkorn, krydd, mjólk, hunang, skyr, bananar og kókos

Þessi karamellukennda snilld innihélt 40 gr. uppáhalds múslí, puffed wheat, quinoa flögur, 1/2 skeið hreint prótein, kanil, múskat, vanilludropa og mjólkurdreitill. Í morgun hrærði ég svo skyri og hunangi saman við og toppaði krumsið með banana og kókos!

Nammi í skál!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband