30.6.2009 | 12:56
Spánarfarinn á heimleið
Yndislegur dagur, æðislegt veður. Hlýtt og gott. Líkaminn hinsvegar mjög súr út í mig eftir Fit Pilates í gær. Kom skemmtilega á óvart - er með furðulegar harðsperrur á dularfullum stöðum. En það er alltsaman jákvætt... enn sem komið er. Lét eymslin þó ekki á mig fá og tók nokkra HIIT spretti í morgun, varð rauð eins og kirsuber og datt næstum á trýnið í síðasta sprettinum! Ég bjargaði mér samt glæsilega vel með tilheyrandi ópum, köllum og handapati!
Byrjaði daginn á einum klassískum vinnugraut. Prótein, hörfræ, möndlur, kanill, grautur, banani, múslí, örbylgja og voilá! Og jú, þið sjáið að ég notaði mikið... mikið af kanil!
Womans Energy Detox te fylgdi svo grautnum í morgun! Ég hef sagt það áður og stend við það, ég er engin tekerling. En þessi Yogi Te eru æðisleg á bragðið!
Annars get ég ekki dásamað það nóg hversu frábært það er að fá grænmeti í hádeginu. Tala nú ekki um þá snilld að búið er að skera það allt niður. Verð bara að viðurkenna það, grænmetisskurður er ekki í uppáhaldi. Hádegisgrænmetisát er því orðið ansi djúsí partur af deginum hjá mér þar sem við kaupum kannski ekki allt of mikið af því heima. Með í grænmetishrúgunni á þessari mynd eru kjúklingalæri, kartafla og kotasæla. Vinnan mín fékk að fylgja með í mat í dag... hefði betur sleppt því, átti í fullu fangi með að hamsa í mig þennan disk og fá mér smá ábót!
Systir mín kær er svo að koma heim frá Spáni í kvöld eftir mánaðardvöld þar í landi. Hlakka mikið til að sjá dýrið - ætli við skellum okkur ekki eitthvað sniðugt út að borða, í dag eða á morgun, í tilefni heimkomunnar! Lítill fugl hvíslaði því að mér að Saffran væri nú með humarsalat á boðstólnum! Ég held það sé mjög nauðsynlegt, í heilagri leit minni að girnilegum humarréttum, að fjárfesta í slíku salati næst þegar ég rek nefnið þangað inn!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Heilsdagsát, Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 21:34 | Facebook
Athugasemdir
Ohhhh - elsku spánarfarinn :)
Mikið hlakka ég til að sjá hana!!
og btw þú ert snilli!
Dossa (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.