Stiklað á stóru

Sumarið er komið og grillið orðið partur af eldamennskunni... mér líkar það vel. Kvöldmaturinn var æði. Grillaður lax og rækjur á spjóti. Laxinn var eðal.

Grillaður lax og rækjur

Fengum okkur sætar grillaðar kartöflur með. Sumar voru kanilstráðar... mmmhmm!

Kanilstráðar sætar kartöflur með origano

Salatskál með tahini dressingu. Tahini, dijon, hunang, ab-mjólk...

Salatskál með tahini dressingu

Ég veit... ég er ógeð... en ég borða roðið af laxinum þegar búið er að grilla það í döðlur! Skelfilega gott!

Grillað laxaroð

The end! Út að leika...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langaði bara til að hrósa þér fyrir flotta síðu   Maður er alltaf á leiðinni að taka mataræðið í gegn en það gengur "svona svona" ... yfirleitt finnst mér þessu hollustumatur ekki vera spennandi - en þú ert sannarlega búin að kveikja áhuga hjá mér .. nærð að gera matinn áhugaverðan og girnilegan (ætla að prófa eitthvað af þessu og trúi ekki öðru en það verði gómsætt).

 Þú ert svo sannarlega komin í hóp uppáhaldsbloggara minna 

Ásta (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 01:21

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hellúú Ásta og þakka þér kærlega fyrir mig! Vá.. ég er uppi með mér! 

Rosalega er ég ánægð að fá og sjá svona komment! Ekkert sem gleður mig meira en að vita að það sem ég er að hripa hérna niður vekji áhuga hjá fólki og vilja til að prófa sig áfram. Bara æði

Elín Helga Egilsdóttir, 30.6.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband