Salsa, hvenær dags sem er

Góðan daginn mín kæru!

Gerði einn af mínum uppáhalds grautum í morgun. Yfirleitt set ég nú heilt egg ofan á grautinn en æfingin á eftir kallar. Væri líka gott að bæta við þetta avocado, skinku.. setja ost út í grautinn svo eitthvað sé nefnt!

Salsa hafragrautur með ostsneið, eggi og tómötum

Salsa hafragrautur með eggi, ost og parmesan

Sjóða saman:

1 dl grófa hafra

1 dl undanrenna

1/4 skeið prótein (má sleppa)

1 eggjahvíta

sletta hot sauce

Hræra blönduna vel saman áður en hún er soðin. Hræra líka vel í grautnum á meðan suðu stendur - eggið gæti annars fest sig skemmtilega við botninn á pottinum.

Hafragrautsskraut:

Ostsneið, að eigi vali, lögð ofan á heitan grautinn. Þar á eftir steikti ég eggjahvítu á pönnu, má vera heilt egg að sjálfsögðu. Mjög gott þegar rauðan lekur yfir grautinn. Lagði eggjahvítuna yfir ostinn. Þar á eftir setti ég kúskús og tómatbland ofan á eggjahvítuna, smá salsasósu, pipar, steinselju og loks sáldraði ég parmesan osti yfir herlegheitin.

Salsa hafragrautur með eggi, ost og parmesan

Bjúútifúl morgunverður! Gersamlega æðislegur - eins og einn amerískur, ég segi það satt!

Bráðnandi ostagoodness. Salsa hafragrautur.

Osturinn að bráðna yfir grautinn... mmmm! Jæja, nóg í bili. Ætla að skella mér í ræktarhús og gera eitthvað sniðugt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband