Myndavélaklikk

Haldið þið að myndavélin mín, þessi elska, hafi ekki bara ákveðið að éta upp batteríin! Líkur sækir líkan heim svosem.. eigandinn er átvagl! Ofurgrauturinn sem ég fékk mér í morgun verður því skilinn útundan og fær enga mynd af sér í bili, en mikið ofboðslega var hann góður!

Skyrgrautur með banana, muldri granola stöng, sultu og hnetusmjöri

1 skeið hreint prótein

1/3 bolli soðinn grautur

2 msk hörfræ 

kanill

Skjóta þessu inn í örbylgju þangað til nokkuð vel þykkt. Hræra þá saman við:

50 gr. hreinu skyri

1 tsk sykurlausri sultu

Hafragrautsskraut

1/2 niðurskorinn banani

1/2 mulin granola stöng

1 tsk hnetusmjör í skeiðina - sem ég að sjálfsögðu hræði saman við. Granola stöngin var æði með banana og smá hentusmjöri í hverjum bita. Mmm...

...þið leyfið bara hugmyndafluginu að njóta sín!

Þessum yndælis morgunverð lauk svo með mjög gómsætri plómu og tebolla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Girnilegur morgunmatur þarna.Ég legg til að þú fjárfestir í hleðslubatteríum,þaug duga og duga,en það er líka mikill sparnaður í þeim batteríum,hafðu gott sumar.

Númi (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 11:07

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sæll Númi og takk fyrir innlitið og góð ráð. Ég þarf að kanna þessi myndavélamál - að vera með eldsneytislausa myndavél fyrir framan girnilegan matatardisk er eins og að verða bensínlaus á leiðninni í vinnuna. Hverjum hefði dottið það í hug 

Njóttu sumarsins sömuleiðis.

Elín Helga Egilsdóttir, 25.6.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband