Hátíðarkjúlli, pönnsur og samviskulaus eplakaka

Þá er 17. júní liðinn og dagurinn svo til laus við rigningu. Ótrúlegt en satt - að minnsta kosti hér á höfuðborgarsvæðinu. Búin að rækta af mér fótleggina, fara í notalegan göngutúr, borða góðan mat og slappa vel af. 

Dagurinn byrjaði hinsvegar á frábærri hafraköku og endaði á meiriháttar kvöldmat með fjölskyldunni. Mamma galdraði fram einn besta kjúklingarétt sem ég hef smakkað í langan tíma, eftir uppskrift og meðmælum vinnufélaga. Þessi kjúklingaréttur... úff. Mikið af bragði, margskonar samsetningar. Sló svo sannarlega í gegn enda ætla ég að bjóða í þennan rétt næst þegar ég held matarboð! Hver vill mæta og njóta? Þið sjáið sko ekki eftir því!

Kjúklingur m/ólívu olíu, hvítlauk, döðlum, ólívum, lárviðarlaufi, capers...

Ómægoodness, sjáið þið gúmmulaðið!! Oliv oil, hvítlaukur, capers, grænar ólífur, karamelliseraðar döðlur, lárviðarlauf og toppað með púðursykri og steinselju! Ég er eflaust að sleppa einhverri snilld úr þessum rétti enda ætla ég að birta uppskriftina eins og hún leggur sig við betra tækifæri. Allt þetta bragð á svo vel saman. Sætar karamelliseraðar döðlur með ólífu ásamt safaríkum kjúkling og smá soði. Himneskt!! Ég borðaði að sjálfsögðu ekki skinnið - skamm Elín, en svona er þetta! Við mamma ákváðum þó að næst þegar þetta yrði galdrað fram, þá fengi púðursykurinn að missa sín og fleiri döðlur notaðar í staðinn. Mauk útbúið úr döðlunum, valhnetum bætt í maukið og loks borið yfir kjúklinginn. Getið þið ímyndað ykkur... Ohhhh!!!

Besti kjúlli í heimi, fyrsti skammtur

Með kjúllanum voru lífrænt ræktuð, brún hýðishrísgrjón, salat og baquette. Mikið ofboðslega eru grjónin fín. Ákkúrat eins og ég vil hafa hrísgrjón. Aðeins undir tönn, skemmtileg að borða og svakalega bragðgóð. Eftir að kjúllinn kláraðist úr fatinu, tók fljótt af og var sársaukalaust, notuðum við brauðið til að dýfa í olíuna og soðið sem eftir var. Om nom nom!

Þá var eftirréttatíminn genginn í garð. Pönnsur og tilrauna-eplakaka! Mömmupönnsur eru bestu pönnsur í heimi. Enginn vafi þar á! Galdramóðir ásamt mest notuðustu pönnukökupönnu á Íslandi!

Mamma í pönnsugerð

Snilldartaktar í gangi hérna!

Fyrsta 17. júní pannsa kvöldsins

Eins og pönnukökur eiga að vera. Þunnar og milljón göt í deiginu!

Pönnukaka a-la Mama. Þunn og deigið götótt!

Lokaniðurstaða - ljúffengur, heitur, yndislegur stafli af mömmupönnsum! Jarðaber, rjómi, súkkulaðisósa! Einusinni smakkað, þú getur ekki hætt!

Fullbúnar mömmupönnsur

Ég bjó svo til samviskulausa eplaköku. Heppnaðist flott og allir smakkarar sáttir. Hinn helmingurinn friðlaus af hamingju. Sykur- og fitulaus, holl fyrir skrokkinn og væri góð í t.d. morgunmat. Ég var alveg að fíla hana í botn. Væri geðveikt að bæta henni út í grautinn á morgnana! Það góða við að nota kökuna sem eftirrétt er að hún er ekki þung í maga og seddumælirinn hvellspringur ekki. Kanilstráð heit epli, smá banani, döðlur og hafratoppur. Mhhm! Uppskrift væntanleg mín kæru!

Samviskulausa eplakakan ásamt sojaís

Með kökunni notaði ég svo sojaísinn góða. Kom svakalega vel út! Meira að segja afi ísæta borðaði hann með bestu lyst og ekki kallar hann allt ömmu sína í ísmálum.

Epli, perur, banani, döðlur og kanill. Klikkar ekki.

Aldeilis fínt ét í dag fólkið mitt. Fullt af nýju gúmmulaði prófað, kettir eltir og afslöppun í hámarki! Ljúfa líf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bwaaaaaaaaaahhh, ég hefði átt að bjóða mér í mat!  Ég vissti það :S

Dossa (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 23:33

2 identicon

mihihi...Elleggan alltaf brött.Bara passa sig að nomið sé klárt when the ravenous mouth comes into the kitchen and stars screaming for fuuuuuuuud....

annars verður hún grömpy as gordon ramsey og miklu viðskotaillri.

DE MOMNOM

de mama con los piernos gordos (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 02:07

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahahahah ... Ef matargatið er svangt og án matar - You better watch out. You better not cry. Better not pout. I'm telling you why...

...nokkuð magnað að þetta skuli vera jólalag!

Elín Helga Egilsdóttir, 18.6.2009 kl. 07:29

4 identicon

Sæl

Bíð spennt eftir uppskriftinni af eplakökunni þinni. Þú ert algjör snilli, bloggar svo oft, kíki oft á síðuna þína og prófa og prófa eitthvað nýtt frá þér. Takk fyrir það. Kveðja frá Danmörku, Anna

Anna (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 12:59

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sæl Anna og takk kærlega fyrir mig. Æðislegt að vita af því að þú sért að prófa... gaman að heyra svona Vona svo sannarlega að þú getir nýtt þér eitthvað af því sem er hérna og unnið með það.

Eplakakan var svakalega fín, mjög efnileg - fékk mér bita með hafragrautnum í morgun og að sjálfsögðu sem eftirrétt í kvöld

Elín Helga Egilsdóttir, 18.6.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband