16.6.2009 | 19:04
Það er alltaf föstudagur
Finnst ykkur það ekki? Tíminn líður eins og honum sé borgað fyrir það. Um leið og vinnu líkur á föstudegi kemur laugardagur, þarnæst mánudagur og svo áður en þú veist af er föstudagur genginn í garð á nýjan leik. Mjög ruglingslegt að fá frídag í miðri viku. Ég er búin að vera með föstudagsfílínginn í stóru tánni í allan dag og bjóða góða helgi í þónokkuð mörg skipti. Þar af leiðandi gladdi það mig mjög þegar ég komst að því að það var grautur í vinnunni í morgun en ekki brauð - eins og er alltaf á föstudögum.
Múslígrautur með banana Agave skyrdrykk
Hrært saman og hitað í örbylgju:
1/3 bolli soðinn grautur
1 skammtur hreint prótein
3/4 stappaður banani
1 msk hörfræ
1 tsk heimagert hnetusmjör
kanill
Hafragrautsskraut:
Skvetta Agave skyr. Má nota hvað sem er svosum. venjulegt skyr, AB-mjólk... og trefjamúslí.
Gott mál, glaður magi!
Prófaði líka nýtt mix nýtt í dag. Að minnsta kosti nýtt fyrir mér. Hráefni síðdegisbitans samanstóðu af einu litlu epli og hreinu próteini. Var samt að leita mér að einhverju heitu til að bíta í. Blandaði því próteinið mitt út í smá vatn, frekar þykkt. Skar eplið smátt og stappaði niður 1/4 hlut úr banana. Bætti banananum út í próteinið ásamt slatta af kanil og hrærði vel saman. Loks hrærði ég eplabitana út í og skellti inn í örbylgju í 30 sek.
NAMM - fílaði þetta í botn! Eins og heit eplakaka. Eplin urðu "Al Dente" ef svo má að orði komast. Svolítið mússí, heit en crunchy í miðjunni. Alveg frábært. Myndirnar svolítið subbó, afsakið það. Snyrtipinninn ég er ekki færari bland-mæster en svo þegar blöndunartækin eru lítill bolli og skeið!
Lét svo loks verða af því að kaupa bæði rándýran ís og fillet sem ég hef verið að forvitnast um. Afurðir sem sérstaklega eru ætlaðar fyrir grænmetisætur - "vegan" matarræði. Sykurlaus soja ís og fillet. Ég er yfirleitt skeptísk á allt sojatengt en er mjög forvitin því ísinn, svo ég taki sem dæmi, telur ekki nema 171 hitaeiningar fyrir hver 100 gr. af ís. Þar af eru 2,3 gr. prótein, 0,77 gr. fita og 17 gr. kolvetni. Ekki slæmt það! Ætla að prófa þetta tvennt á morgun. Verður gaman að sjá hvort þetta geri það sem það á að gera! Ef prufudýrin virka vel, þá gæti þetta verið sniðug leið til að hrista aðeins upp í matarræðinu!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 21:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.