Múslígrautur og ber

Morgunmatur - betra seint en aldrei.

Vinnugrauta malla ég yfirleitt alltaf í örbylgjunni. Það er svo gott þegar búið er að stappa bananann við grautinn og hræra próteinið út í að skella öllu inn í örbylgju í smá stund. Þá stífnar blandan svolítið upp og verður skemmtilegri að borða. Múslíið fæ ég yfirleitt hérna í vinnunni en stundum á ég það til að grípa með mér smá extra skraut að heiman, ef ég er í miklu græðgiskasti þann daginn. Þessi skál var frábær!

Múslígrautur og berInn í örbylgju, 35 sek:

1 skeið hreint prótein

1/3 bolli soðinn grautur

1/2 stappaður banani

kanill

Hafragrautsskraut:

4 jarðaber, sneidd og skorin

nokkur bláber

5 möndlur

1 msk hörfræ

Quinoa "Keen-wa" flögur

Trefjamúslí

Já, þetta var góð skál af höfrum og fullkomið start á deginum.  Ég elska að hafa múslí í grautunum mínum. Crunch í hverjum bita. Sérstaklega skemmtilegt þegar ég bít í möndlu þar sem ég set þær heilar út á grautinn. Berin gefa skemmtilega súrt bragð á móti kanilnum á meðan bananinn fluffar og sætar allt upp.

Múslígrautur og ber

Með þessu fékk ég mér hvorki meira né minna en Womans Energy yogi te í þar til gerðum jólabolla. Ég er ekki mikil tekerling, en drekk endalaust af þessari tegund!

 Womans Energy Yoga te

Svolítið jóló stemmari svona í byrjun sumars!

 Múslíhafrar, ber, te og jólastemmari að sumri til

Mikil hafragrautsvísindi í byrjun dags, og mikil dramatík yfir einni grautarskál. En svona er þetta, grauturinn er bara svo góður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Húsmóðir

Ætlaði bara að þakka fyrir að samþykkja mig sem bloggvin.  Líst alveg gríðarlega vel á matseldina þína og ætla sko örugglega að notfæra mér eitthvað af þessu.

Húsmóðir, 11.6.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sæl og bestu þakkir fyrir! Ég vona svo sannarlega að þú getir nýtt eitthvað af þessu og gert að þínu, til þess er leikurinn gerður :)

Elín Helga Egilsdóttir, 12.6.2009 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband