Hunangs hnetu hafragrautur

Hunangs hnetu hafragraturuHnetur eru góðar - tékk!

Hunang er gott - tékk!

Hafragrautur er góður - double tékk!

Hnetusmjör er gott - tékk!

Rúsínur eru góðar - amk á þessum bæ - tékk!

Kanill er góður - téhékk!

Vanilla í flestöllu formi - tékk!

Skellum þessu saman og þá fáum við yndislega fínan morgunmat, mjög bragðgott og skemmtilegt að borða! Hnetusmjör og hafragrautur er að sjálfsögðu heilög tvenna, klikkar aldrei.

Hunangs hnetu hafragrautur

Sjóða saman:

1 dl grófa hafra

1 skeið hreint prótein (má sleppa)

1/2 stappaðan banana

vanilludropa

kanil

1,5 dl vatn

Smá hveitikím og hörfræ. Hörfræin halda manni svakalega góðum, hvort sem er í shake eða graut.

Hafragrautsskraut:

4 muldar möndlur, 2 valhnetur, tæplega 1 tsk hunang, nokkrar rúslur og 1 tsk hnetusmjör. 

Mmm.. hnetusmjörið og hunangið bráðnar yfir grautinn. Hneturnar góðar á bragðið, gefa skemmtilegt kikk í hvern bita og rúsínurnar með sem gleðigjafar!

Góðir hlutir að gerast í þessari skál af höfrum mín kæru!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú meira eldhúsofurkvendið ;)

dossa (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband