9.6.2009 | 20:42
Tvennskonar kalkúnaborgarar
Eins og ég hef áður sagt. GABB! Gaman að borða burger! Grillið góða er reyndar ennþá að ná sér eftir veturinn, var því ekki notað. Hefði verið töluvert skemmtilegra að vippa kalkúninum á grillið en ekki örvænta, sumarið er rétt að byrja. Hver veit nema 100.000 kalkúnaborgarar verði grillaðir í sumar? Hvað eru margir kalkúnar í því?
Hunangs dijon kalkúnaborgari með höfrum - 2 stórir hamborgarar
200 gr. hakkað kalkúnakjöt
1 eggjahvíta
Rúmlega 1/2 bolli hafrar
Tæplega 2 msk hunang
Tæplega 2 msk grófkorna dijon sinnep
1 msk Worcestershire sauce
Ég kaupi tilbúið kalkúnakjöt í t.d. Hagkaup, tíu, 100 gr. stykki saman í pakka. Hræri 200 gr. saman í matvinnsluvél.
Eftir að búið er að hakka kjötið er rest af hráefnum hrært saman við, hamborgarar mótaðir og steiktir á pönnu. Blandan er nokkuð blaut!
Klassískur kalkúnaborgari - 2 stórir hamborgarar
200 gr. hakkað kalkúnakjöt
1 smátt skorinn skallot laukur
1/2 epli, smátt skorið
1/2 stilkur smátt skorið sellerí
Dass tabasco
Laukur, epli og sellerí steikt á pönnu þangað til mjúkt. Þá er því blandað saman við kalkúnakjötið og tabasco bætt við eftir smekk. Hamborgarar mótaðir úr blöndunni og viti menn, steikt á pönnu. Saltað og piprað eftir smag og behag.
Hvað get ég sagt. Þetta slær alltaf í gegn. Hristir vel upp í matarræðinu hjá manni og er skemmtilegt að borða. Klassíski kalkúninn er að sjálfsögðu betri valkostur ef matarræðið á að vera 150%, hann klikkar aldrei. Mjúkur og djúsí, skemmtilegur á bragðið.
Hunangskalkúnninn varð til í smá tilraunastarfsemi. Langaði svo geypilega mikið að bæta við höfrum í eitt stk. burger í staðinn fyrir t.d. ritz í venjulegum hambó. Uppskriftina mætti betrumbæta að mínu mati en þetta sló í gegn hjá hinum helmingnum. Hunang og sinnep klikka náttúrulega ekki svo auðveldlega. Æðisleg blanda.
Borgararnir voru nokkuð þéttir í sér, ekki alveg jafn djúsí og hinn klassíski. Það væri því snjallt að setja minna af höfrum næst og jafnvel bæta lauk í blönduna. En bragðgóðir voru þeir og mikil snilld að bíta í. Fullkomið í hádeginu í samlokur eða skera niður í bita yfir salat. Mmhmm! Sé þetta vel læða sér inn í matarræðið hjá mér í sumar.
Við höfðum með þessu kanilstráðar sætar kartöflufranskar, sem við bökuðum í ofni, og salat. Steiktum svo eplasneið, stráðum að sjálfsögðu yfir hana kanil, og höfðum með hamborgaranum. Svona leit því kvöldmaturinn minn út í dag!
Þetta átti allt svo vel saman. Eplið, sætu kartöflurnar og kalkúnninn - nahmm! Hinn helmingurinn púslaði sínum burger inn í brauð. Útkoman varð eftirfarandi.
Fullkominn biti!
Þetta er svo einfalt og fljótlegt að elda. Það væri hægt að búa til marga pínkulitla borgara og raða yfir salat eða kúskús-rétt. Fyllir magann á manni af eintómri hamingju og samviskubitið hreinna en Herra Ajax! Mikil snilld sem þetta er! Eins og sagt var yfir matnum: Þetta er eitthvað sem ég hefði borgað pening fyrir á matsölustað!
Svo þurfti að sjálfsögðu að fullnægja nammigrísnum. Endi af grófu pítabrauði með 100% hreinu hnetusmjöri, sykurlausri sultu og bananasneið! Ohmn!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjúklingur/Kalkúnn, Kvöldmatur | Breytt 23.9.2010 kl. 21:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.