Hachala, arabískur þorskréttur

Fórum til mömmu í mat og fengum snilldarlegan þorskrétt, arabískan að uppruna. Það er víst íslensk skvísa að vinna sem kokkur erlendis sem á þessa uppskrift og húrra fyrir henni segi ég nú bara. Þetta var svakalega gott. Grænmeti, smá kúskús og þorskur. Afskaplega skemmtilegt á bragðið og gleðilegt að borða. Einfalt að elda og fljótlegt að sjálfsögðu. Móðir mín kær fiffaði uppskriftina þó aðeins að sinni eldamennsku, breytti og bætti hér og þar. Notaði meira af sveppum, hvítlauk og ólívum svo eitthvað sé nefnt. Kom vel út, segi það satt!

Hachala, Arabískur þorskréttur

Hachala, arabískur þorskréttursmá kúskús

1 græn paprika - og rauð

1/2 dolla svartar ólífur - heil dós

1 bakki sveppir - meira af sveppum

2 hvítlauksgeirar - töluvert meira af hvítlauk

nokkrar rúsínu - rúsínum sleppt hjá okkur

smjör

1 sítróna

400 gr þorskur (flök)

gratínostur

tómatur

Þorskurinn látinn liggja í sítrónusafa. Kúskúsið eldað eftir leiðbeiningum og olía og sítrónusafi sett út á þegar tilbúið. Paprika steikt í örstutta stund á hægum hita, þar á eftir er sveppum, hvítlauk og ólívum bætt við. Láta malla í smá stund og kúskúsinu svo bætt við. Eins og með annað kúskús, þá er alveg hreint ágætt að bæta smá smjöri við á þessum tímapunkti en það þarf ekki. Kúskúsblöndunni er hellt í fat, þorskurinn steikur og svo lagður yfir kúskúsblönduna.

Hachala, arabískur þorskréttur

Tómötum er þarnæst raðað ofan á fiskinn og osturinn yfir. Grillað í ofni þangað til osturinn byrjar að brúnast.

Hachala, arabískur þorskréttur

Mmhmm.. maginn kátur. Ég veit ekki hvað ég borðaði mikið af þessu en við vorum 4 sem sátum við borðið og eftir 20 mínútur voru 2 kíló af fisk horfin af yfirborði jarðarinnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband