Ljúffengur lax og sætu kartöfluflögur

Eins og ég hef sagt áður, þá tek ég fullan þátt í því að elda góðan mat á stuttum tíma. Hvort sem ég þurfi að galdra allt frá grunni eða kaupa það sem þarf til að gera eitthvað æðislegt. Ég ákvað að vinna mér inn smá tíma í kvöld og kom við í Fiskiprinsinum á leiðinni heim í dag. Ég elska þessa fiskibúð. Æðislegt starfsfólk, skemmtilegt hráefni sem hefur aldrei klikkað. Keypti mér tvennskonar lax. Annar í sweet chilli og hinn þakinn kókosblöndu. Eftirleikurinn auðveldur! Skar niður gulrætur, brokkolí og sætar kartöflur. Ein varð eins og hjarta í laginu - ótrúlega fín!

Sæt hjartalaga kartafla

Henti grænmetinu í eldfast mót, setti inn í ofn í 20 mín. Eftir það tók ég grænmetið út úr ofninum og bætti laxinum ofan á grænmetið og inn í ofn aftur. Ohh hvað þetta lítur vel út... mmhm! Við ætluðum að hafa grillpartý en þar sem gaskúturinn ákvað að gefast upp þá varð ofninn fyrir valinu.

Lax frá Fiskiprinsinum - sweet chilli og kókosblanda

Á meðan laxinn var að hangsa í ofninum ákvað ég að prófa að búa til sætu kartöfluflögur. Ekkert nýtt á nálinni svosum. Skar sæta kartöflu í mjög þunnar sneiðar, lagði sneiðar á disk, spreyjaði pínkulítið með olíu og inn í örbylgju í 2 - 3 mínútur. Flögurnar brennast auðveldlega, best að fylgjast með þeim.

Sætu kartöflu snakk í bígerð

Komu ótrúlega vel út fannst mér. Ég er að fíla þetta í botn! Crunch factorinn alveg að gera sig, sætu kartöflu bragðið skemmtilegt. Kemur líka "snakk" bragð af þessum flögum. Get í raun ekki útskýrt það betur nema hvað það er að virka flott og eins og 'alvöru' snakk. Svo er hægt að krydda með t.d. kanil, sterku nú eða bara smá salti. Þetta er sko samviskulaust snakk mín kæru. Algerlega samviskulaust og gerir allt sem snakk á að gera - nema að fita ykkur! Cool

Sætu kartöflu snakk

Loks var kvöldmáltíðsbiðin ógurlega á enda og fiskurinn bjútifúl nýkominn út úr ofninum.

Lax frá Fiskiprinsinum - sweet chilli og kókosblanda

Smakkaðist vel, tók innan við 40 mínútur, hollt, gott og hamingjusamur magi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó þú :)

Dossa (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég verð að leyfa þér að smakka flögurnar, þær eru æði!

Elín Helga Egilsdóttir, 4.6.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband