29.5.2009 | 08:16
Hafragrautur yfir nótt
Ég geri þetta stundum ef ég veit að tíminn er naumur á morgnana og ég veit í mínu gráðuga hjarta að mig langar í graut. Þetta er líka ágætis tilbreyting frá venjubundnu grautarmalli.
Maður tekur hafrana sína, grófa eða fína, jafnvel eitthvað múslí eða morgnunkorn og setur í skál. Ef þér er sama að múslíið eða morgunkornið verði mjúkt, það er að segja. Svo má bara leika sér með restina. Bæta í blönduna kanil, hnetum, ávöxtum, próteini... Bleyta upp í þessu með vatni eða mjólk og henda inn í ísskáp yfir nóttina. Um morguninn hefur gumsið drukkið allan vökvann í sig og til verður ískaldur og frískandi hafragrautur sem hægt er að gúlla í sig á nó tæm! Enginn sem bannar það að henda gumsinu inn í örbylgjuna ef þið viljið grautinn heitan. Verður reyndar mýkri, eða meira mússí, eftir ískápsveru heldur en pottamall, mér þykir það ekki verra. Hann er ekkert síðri svona kaldur.
Klassískur banana og prótein grautur
20 gr. grófir hafrar eða trölla hafrar
20 gr. sólskynsmúslí (uppáhalds múslíið mitt)
20 gr. crunchy hnetumúslí
1/4 stappaður banani
kanill
vanilludropar
1,5 dl mjólk
1 skammtur hreint prótein
Þessu hrærði ég saman, kom fallega fyrir inn í ísskap og muldi loks yfir þetta 1/2 granola stöng sem ég bjó til um daginn.
Ísí písí fráránlega flott! Ætli það sé eðlilegt að hlakka til þess að vakna á morgnana til að geta fengið sér hafragraut í morgunmat?
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 21:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.