Grænum dögum formlega lokið

Grænn

Allur sá matur sem ég ætlaði að bæta spínati við, hefur nú verið spínataður.

Ég er búin að búa til grænan smoothie eða drykk, grænan hafragraut og í dag lauk hinni heilögu þrenningu grænna daga með grænum "ís". Þrjú skipti af þremur vel heppnuð og ég kem til með að bæta þessu inn í matardagskrána í framtíðinni. Hentar vel sem morgunmatur og viðbit, jafnvel kvöldmatur ef tíminn er naumur. Það er svo hægt að leika sér með t.d. drykkinn og ísinn, bæta út í þetta mango, hnetum, hörfræjum, kiwi - hverju sem er. Mesta snilldin er að sjálfsögðu spínatið góða, sem gefur þennan meiriháttar fína lit, og öll þau milljón næringarefni sem því fylgir. Ætla að leggjast í grænmetis víking og reyna að finna mér fleiri grænmetisdrykki sem bragðast eins og ávextir! Hvesu mikil snilld er það!?

Grænn gleði ís

1 frosinn banani.

sletta af skyri, ég nota hreint KEA.

1 skammtur prótein, ég nota hreint vanillu - má sleppa.

smá fjörmjólk. Hversu þykkt viltu að blandan verði?

60 grömm spínat, 2 lúkur um það bil.

Allir saman í blender og blanda þangað til hamingjusamlega grænt og fínt. Út á þetta setti ég svo quinoa flögur, hafrakodda og smá múslí. Á myndinni er blandan svolítið froðukennd. Ástæðan fyrir því er sú að bananinn sem ég notaði var ekki frosinn og ungfrúin hellti óvart 6 tonnum af mjólk út í skálina - en gumsið var gúffað með bestu lyst engu að síður. Mér fannst þetta æði!

Grænn

Hvað ætli þurfi samt margar beljur til fyrir 6 tonn af mjólk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegur matur og skemmtileg lesning! Hafragrautur er með því besta sem ég fæ, ekki að plata, þannig að allar útgáfurnar þínar af honum eru himnasending fyrir mig:)

Takk fyrir!!

Helga (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 15:13

2 identicon

Mér reiknast sem svo að það þurfi 3874beljur fyrir 6 tonn af mjólk - en þær eru reyndar "brjóstgóðar" :)

Dossa (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 20:41

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Oh, mikið er ég sammála þér þar Helga. Hafragrautur er langsamlega besti morgunmatur sem ég veit um og takk kærlega fyrir innlitið :)

Já það hlaut eitthvað að vera Dossa, ég var komin með töluna 4234! 3 brjóstgóðar beljur fór'í leiðangur, lipur var þeirra fótgangur!

Elín Helga Egilsdóttir, 28.5.2009 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband