19.5.2009 | 20:51
Góður matur á góðum degi
Ég er farin að halda að þetta blogg hérna sé farið að snúast um matinn sem ég set ofan í mig en ekki einstaka uppskriftir... sem er svosum allt í lagi. Alltaf hægt að nýta sér eða fá hugmyndir af því sem aðrir borða.
Annars verður manni óskaplega lítið úr verki í svona yndislega fínu veðri. Nenni sko ekki að hangsa inn í eldhúsi þegar ég get hlaupið út í búð og veitt mér í matinn þar. En það er spáð rigningu næsta laugardag, ætli hann verði ekki krýndur sem konunglegi bakara- og eldhúsdagurinn!! Hver veit!
Annars, til að stikla á stóru yfir daginn:
Hádegismatur: Salatbar, kjúklingur, ávextir og brauðsneið með sýrðum rjóma og eplum. Ávextir á brauð... er æði!
Viðbit: Próteinsúkkulaði. Eins og Bounty!
Tók einn bita af þessu stykki líka, varð að prófa - mjög, mjög, hræðilega vont! Mæliekkimeðessu!
Kvöldmatur: Æðisleg grilluð rauðvínslegin bleikja og grænmeti. Ég var einum of gráðug til að taka mynd af bleikjunni, en trúið mér, hún var geðbilaðslega góð!
Eftir kvöldmat: Stóðst ekki freistinguna, nokkrir bitar af þessu. Hnetur og súkkulaði!! Hvernig getur það klikkað!
Svo er bara að hvetja veðurguðina áfram og halda í þetta þetta svakalega veður! Ég ætla að dansa tryllingslegan sólardans klukkan 1:00 í nótt. Ef þið viljið taka þátt í því, verði ykkur að góðu!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Heilsdagsát, Svindl | Breytt 23.9.2010 kl. 21:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.