Súkkulaðihafrar með hvítum súkkulaðibitum, banana og jarðaberjum

Eins og að bíta í súkkulaðiköku!

Í þetta sinn ákvað ég að vera góð við sjálfa mig og hafa með hvítt súkkulaði... hvað er betra en bráðið súkkulaði snemma á morgnana? Vinnugrautur með meiru sem þýðir engir hafraskúlptúrar fyrir myndatöku - mjög súrrealískt alltsaman. Enda er þessi blessaða mynd ekkert til að hrópa húrra yfir. En grauturinn var góður, trúið mér!

Gaman saman í ofur örbylgjunni:Súkkulaðihafrar með hvítum súkkulaðibitum, banana og jarðaberjum

Hafragrautur, tilbúinn

Prótein (má sleppa)

1 msk kakóduft

Hafragrauts skraut:

1/2 banani, niðurskorinn

2 niðurskorin jarðaber

Nokkrir bitar af hvítu uuundursamlega ljúffengu súkkulaði

Múslí og kókos

Annars er mikil át-fiesta framundan. Laugardagurinn, júróf visjón dagurinn sjálfur, mun verða lengi í manna minnum sem át-dagur Elínar! Mitt eina og sanna markmið er að velta út úr uppeldisstöðvunum með bros á vör. Hún móðir mín serstaklega frábæra ætlar að elda ofan í ungviðið stærstu hamborgara sem ég hef á ævi minni litið; Hambó A-La Mamma getur.. það bara getur ekki klikkað! Mikið hlakka ég til!!

Ég geri því ráð fyrir að um helgina verði mikið dansað, sungið, hlegið, borðað, tekið mynd af því sem er borðað og bloggað! Þó aðallega borðað og hlegið... óskaplega er maður nú góðu vanur!

Stay tuned elsku fólkið mitt - laugardagurinn verður epískur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband