10.5.2009 | 22:09
Ís fyrir svefninn
Já, þið lásuð rétt. Ís... alvöru, alvöru ís!
Ég keypti mér ísvél - hún lítur svona út!
Í blender setti ég 1 dl vatn, 1 dl undanrennu og 1 skammt af próteini. Blandan var næfurþunn.
Ég hellti blöndunni í ísvélina
Fyrst leit hún svona út...
...svo leit hún svona út - léleg mynd engu að síður....
... ó gott fólk... VOILA, MUAHAHHHAAAA... IT'S ALIVE! ÍS!
Hellti yfir þetta hnetusmjöri og krumsi!
Áferðin alveg eins og á "ekta" ísvélar búðarís! Ég segi ykkur satt! Þetta er æðislegt!
Ég á eftir að nota þetta tæki svo mikið! Hugsið ykkur allt sem er hægt að búa til með þessari snilld. Allir ávextir heimsins - jógúrtís, kókoshnetuís, banana og jarðaberjaís, súkkulaðiís, skyrís, hnetusmjörsís, ís með kökudeigi, múslí, próteini.... HÖFRUM - svo margir möguleikar og allir samviskulausir!
Nú get ég dáið hamingjusöm!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Prótein, Snarl og pill | Breytt 23.9.2010 kl. 20:59 | Facebook
Athugasemdir
For crying out loud - farðu nú ekki að hrynja niður dauð útaf ísvél :)
En annars ti lukku - og btw, þú gleymdir að minnast á sætan-kartöflu-ís! Ahhhhhhh....
Dossan... (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 09:17
Heyrðu, það er bara næst á dagskrá. Hoh.... gera eins og Ítalirnir - hvítlauksís, laxaís og kjötbolluís ;)
Elín Helga Egilsdóttir, 11.5.2009 kl. 09:39
var að uppgötva þessa frábæru matarbloggsíðu, er búin að merkja hana og mun verða hér reglulegur gestur. Það er ómetanlegt á þessum síðustu og verstu tímum að geta gleymt sér á svona síðum :)
Takk fyrir að vera til!
kv Inga
Inga (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 09:48
Vá, elsku Inga mín! Þakka þér!
Mikið er ég glöð að þú hafir gaman af :)
Eigðu yndislegan dag og yndislega daga :)
Elín Helga Egilsdóttir, 11.5.2009 kl. 23:29
Elín, má ég flytja í kjallarann? Ég skal taka til endrum og eins, með þessu móti þarf ég aldrei að læra að elda!!
You be the snillingur! Það styttist í heimkomu arabans sem þýðir að það styttist í samkundu myndarlegustu frændsystkina á íslandi!
Inam (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 08:07
Ef ég ætti nú bara kjallara þá værir þú velkomin elsku frænka - en já, eðal frændsystkin í eðal hitting. Gerist nú varla betra!
Elín Helga Egilsdóttir, 13.5.2009 kl. 09:39
HÆ!
Sæll, hvað þetta hljómar vel ;) Hvar fékkstu svona ísvél? Og það sem meira er....hvað kostar hún?
Ómar Sigurvin (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 15:02
Ég fann þetta kvekendi í Elko - kostaði reyndar 10. þús. kr. rúmar. En þú getur samt búið til ís úr öööllu í heiminum ;)
Henda saman niðurskornum banana, jarðaberjum, smá múslí, jógúrti, sýrðum.. blah.. og ís! Svaakalega fínt! :)
Elín Helga Egilsdóttir, 14.5.2009 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.