5.5.2009 | 18:24
Sætu kartöflu brauð á tvo vegu
Ef þið hafið ekki tekið eftir því.. þá já, sætar kartöflur eru góðar kartöflur í mínum kladda!
Var með sætar kartöflur í ísskápnum sem voru alveg að fá 'go' inn á elliheimili svo ég ákvað að nýta þær í eitthvað. Brauð!
Hef stundum búið til sætu kartöflu hafra pönnsur og borðað í morgunmat, þyrfti að henda þeirri uppskrift hérna inn einhvern daginn. Æðislegur morgnumatur, segi ykkur það!
Allavega, úbjó tvennskonar brauð með samskonar kryddi/hráefnum. Hafrar og heilhveiti - vildi vita hvort einhver munur væri þarna á. Tilvalið til samanburðar úr því ég er að þessu á annað borð... hmm hmm... og afsökun til að éta pínku meira en nauðsynlegt er! Góð afsökun fólk, tilraunastarfsemi í gangi hérna!
Sætu kartöflu hafrabrauð
1 bolli hafrar
1 bolli heitt vatn
2 msk hunang
1 tsk, rúmlega, kanill
1 tsk múskat
1 bolli stöppuð ofnbökuð sæt kartafla
1 bolli haframjöl
1/4 tsk matarsódi
3 tsk lyftiduft
Smá létt-AB mjólk (má sleppa)
Hita ofn í 175 gráður. Hræra samant vatn og hafra. Blanda við það hunangi og sætri kartöflu. Í annarri skál, blanda saman haframjöli, kanil, múskati, lyftidufta og matarsóda. Blanda þurru og blautu vel saman. Ef blandan virðist vera mjör þurr, setja smá AB-mjólk með ef vill. Hella í vel smurt brauðform, láta standa í 20 mín og inn í ofn í 45 mínútur eða þangað til prjónn, sem stungið er í brauðið mitt, kemur hreinn út.
Sætu kartöflu heilhveitibrauð
1-3/4 bollar heilhveiti
1 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
Kanill og múskat eftir smekk
1/4 bolli létt-AB mjólk
1/4 bolli olía
2 msk hunang
2/3 bolli ósætað eplamauk
1 egg
1 eggjahvíta
1 bolli sætar kartöflur
25 möndlur, muldar (má setja meira ef vill, jafnvel rúslur ofr líka)
Blanda saman hveiti, matarsóda, salti, kanil og múskati. Blanda saman létt-ab mjólk, olíu og hunangi. Hræra saman eplamauki, eggjum og sætri kartöflu í létt-ab mjólkur blönduna. Hræra blautu saman við þurrt, passa að hræra ekki of mikið. Blanda muldum möndlum létt við. Setja í vel smurt brauðform og baka í 175 gráðu heitum ofn í rúman klukkutíma - stinga prjóni í, ef þurr þá tilbúið.
Bæði brauðin voru að mínu skapi. Þétt í sér, mjög þétt í sér. Djúsí og bragðgóð. Stökk skorpa, mjúkt innvols. Hafrabrauðið var að sjálfsögðu töluvert "þéttara" í sér en heilhveitibrauðið. Þjappaðist meira saman eftir að það kólnaði, en mér persónulega líkar það vel. Svoleiðis brauð eru langsamlega best og skemmtilegast að bíta í og borða. Fullkomin áferð! Myndi jafnvel setja korn í þau næst þegar ég kemst í bökunargírinn! Heilhveitibrauðið er því aðeins "svampkenndara" þó svo munurinn sé ekki mikill! Sæta kartaflan gerir brauðin mjöööög djúsí og gefur skemmtileg bragð.. ææðislegt!
Hafrabrauðið myndi ég fá mér í morgunmat. Fullkominn morgunmatur með t.d. skyri, jógúrt, kotasælu eða eggjahvítum. Ef þú sækist eftir auka próteini. Heilhveitibrauðið er eitthvað sem ég myndi borða í hádeginu með mikið af grænmeti! Mhmmm! Flókin kolvetni, prótein, trefjar og trillskjón vítamín!
Allt í allt, vel heppnuð tilraun og átvaglið hið innra sátt!
UPDATE:
Ég bara varð... ómægod, sjáiði hvað þau eru ógó flott núna eftir nótt í kæli!!! Namm - bragðið og áferðin þegar bitið er í þau! Ússs, segi ekki meir!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bakstur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:55 | Facebook
Athugasemdir
Jújú, fékk heimsendingu á þessum brauðum and ze little cookies heim í gær, mæli með þessu! Offalega fínt og skemmtilegt, amen og takk fyrir mig :)
dossan (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.