3.5.2009 | 19:38
Gómsætir sætu kartöflu og túnfisk klattar
Æji, átti sætar kartöflur og dósatúnfisk. Alltaf gott að geta nýtt afganga í eitthvað og yfirleitt þýðir það túnfiskur, eggjakökur eða hunts-tómatmauk réttir! Þessi kom bara svo vel út að ég ákvað að henda honum hingað inn! Svo kom hann bara frekar vel út næringarlega séð, prótein, holl fita, góð kolvetni og vítamín!
Sætu kartöflu og túnfisk klattar - Fyrir 2
1 dós túnfiskur - 140 gr. ca.
1,5 bollar stöppuð, ofnhituð sæt kartafla
1/2 smátt skorinn laukur
1/2 stilkur sellerý
1 kramið hvítlauksrif
2 eggjahvítur
Smá sítrónusafi
Dash cumin, chilli, múskat, paprika og pínkupons kanill
Splash hot sauce
Salt og pipar eftir smekk
Sigta vatn frá túnfisk og þarnæst setja fiskinn í skál ásamt öllu sem talið er upp hér að ofan. Hræra vel saman og forma í klatta.
Ég mótaði 4 klatta úr blöndunni, næst þegar ég geri svona ætla ég að hafa þá 6 eða 8. Verður bæði skemmtilegra og auðveldara að steikja þannig utan á þá komi góð og stökk skorpa. Þessir voru heldur stórir og þar af leiðandi mýkri en ella. Ekkert brauð eða slíkt til að halda þessu saman en þessir voru flottir.
Bragðaðist svakalega vel. Fannst lítið bragð af túnfisknum. Sæta kartaflan og öll góðu kryddin komu vel út! Sterkt og sætt - ég er að segja ykkur það! Ég hafði með þessu ostsneið, kotasælu, mango chutney og gúrkur. Frábært alveg!
Skammtur fyrir 1 er á 200 hitaeininga línunni, tæplega rúmlega. Tæplega þó. Um það bil 20 gr. af próteinum og vítamín í tonnavís! Túnfiskur er frábær uppspretta próteina, sæt kartafla er vítamínsprengja og full af góðum kolvetnum - maginn líka sáttur eftir matinn og þetta er svo til laust við hitaeiningar! Er hægt að biðja um það betra? Þetta er barasta æðisleg máltíð!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Fiskur, Kvöldmatur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:54 | Facebook
Athugasemdir
Elín, you are such a sneellingur!
Íslenska Bree Van Der Camp?
inam (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 08:38
Hahaha... held ég sé meira í áttina að Naked Chef með draslaralegu ívafi. Er yfirleitt með mat í hárinu og hveiti upp í nefinu eftir góða törn við eldavélina!
Svona næstum því... ;)
Elín Helga Egilsdóttir, 5.5.2009 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.