Ís í morgunmat og nammiskápurinn fullur

Nammiskápurinn

Fór og verslaði mér gúmmulaði í gær. Gúmmulaðið er til í þeim eina tilgangi að skreyta morgunmat í formi skyrs, jógúrts, próteinsjeiks og að sjálfsögðu í hafragrauts-framleiðslu! Stundum er nammiskápurinn notaður í neyð þegar sykurþörfin er alveg að gera út af við undirritaða... en það er önnur saga. Ég eeelska nammiskápinn minn - það er svo mikið af yndislega fínum hlutum í honum til að gera t.d. morgunmatinn skemmtilegan. Allt gert í þeim tilgangi að gefa mismunandi áferð og bragð! Er líka alltaf að bætast eitthvað nýtt og skemmtilegt í hann - geggjað!

Allt er þetta þó innan "skynsemismarka". Inniheldur prótein, flókin kolvetni, holla fitu, trefjar og að sjálfsögðu er þarna múslí með fullkominn crunchfactor og smá sætu. Þó sætu í formi hunangs eða þurrkaðra ávaxta. Nota yfirleitt aldrei nema 1 - 2 msk af hverju þegar verið er að "skreyta" í morgunsárið :)

Nammiskápurinn inniheldur

Efri skápur, frá vinstri: 

Poppies, hunangsristað hnetu múslí, sólskyns múslí (enginn sykur nema úr rúslum og bönunum), Cheerios, þurrkaðar döðlur, gráfíkjur og rúsínur, dökkt- og hvítt súkkulaði fyrir helgargrauta!

Jafnast að sjálfsögðu ekkert á við bráðið súkkulaði í morgunmat! 

Neðri skápur frá vinstri:

Hafrar (elsku elsku hafrarnir mínir), puffed wheat, heilhveiti koddar, All-bran, spelt biscotti- og kókoskökur til að mylja yfir graut þegar maður er í "helgarstuði", möndlur, blandaðar hnetur, hörfræ, kókosflögur og hunang.

Ísskápurinn inniheldur svo hnetusmjörið, sultuna, eplamaukið, hveitikím og ávexti á meðan "bökunarskápurinn" heldur utan um hinn dýrmæta kanil og allt dropakyns sem ég á (möndlu-, vanillu-, sítrónu-... dropar)! 

 

Prótein- skyr ís með frosnum jarðaberjum, banana og crunchi!

Annars var "Ís" á matseðlinum í morgun. Ís með gúmmulaði að sjálfsögðu! Hann var æði. Þurfti samt mikinn sjálfsaga í að stoppa sjálfa mig af í að malla hafragraut! En það var þess virði, þessi skál var fullkomin!

Að þessu sinni notaði ég frosin jarðaber í staðinn fyrir banana og hafði bananann heldur með sem gleðigjafa! Skyr, hreint prótein, frosin ber og undandrenna. Ferskt og fínt.

 

Ég sleppti mér í gúmmulaðigramsi og hafði með þessu:

Hafrakodda - flókin kolvetni, prótein, trefjar

1/2 niðurskorinn banana - uppfylling + bragð

Prótein- skyr ís með frosnum jarðaberjum, banana og crunchi!

Möndlur - holl fita og prótein

Hörfræ - holl fita, prótein og vítamín

Sólskyns múslí - flókin kolvetni, trefjar, prótein

Poppies - flókin kolvetni, trefjar, prótein

100% náttúrulegt hnetusmjör í skeiðina - holl fita, prótein

 

Gott start á góðum degi! Ætla að fara og dáðst að nammiskápnum mínum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohhhhh - ég hef séð marga nammiskápa um tíðina!  Mjög svo!

 Þetta mín kæra frænka, er ekki nammiskápur - nema þú sért jarðíkorni - eða hæna - eða einhvers konar kornkjammsandi vera, sem þú ert - sem sé, kúdós - flottur nammiskápur ;)

dossa (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 14:03

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

hahahaha :D

Þetta er all svaðalegur hafragrauts-malls skápur og jú, ætli það sé ekki rétt hjá þér - ég er líklegast hæna að einhverjum hluta! Eða Pet-detective?

Elín Helga Egilsdóttir, 5.5.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband