Hollur skyndibiti - góðir kostir

Það held ég nú!

Skyndibiti þarf ekki alltaf að vera löðrandi í sósum og olíum. Ef þú velur þér rétta staði til að snæða á þá er skyndibitinn allt í einu eitthvað sem vert er að sækjast eftir. Pizza Hut, sveittir sjoppuborgarar og pylsur eru kannsi staðalímyndin en hver vill eyða peningunum í svoleiðis skyndilausnir þegar það er til svo margt annað sem er töluvert bragðbetra... og hollara? 

Þeir staðir sem ég fer hvað mest á til að grípa mat í snatri, eða ósnatri, og mæli eindregið með, eru eftirfarandi:

Kryddlegin hjörtu

Yndislegar súpur, æðislegur salatbar - ferskt, fínt og notalegt umhverfi. Heimabakað, heitt, djúsí og mjúkt spelt-byggbrauð með hummus eða hvítlaukssmjöri og ristuðum graskersfræjum! Þetta brauð.. OHHH... get ekki hætt að hugsa um það! Ég dýrka þennan stað! Súpurnar svíkja engan og ferskt salat með. Æðislegt! Viðráðanlegt verð og jafnvel svolítið ódýrt miðað við hráefnið og þá staðreynd að þú mátt borða eins og þú vilt!

Saffran

Æðislegur æðislegur staður. Rosalega bragðgóður matur, ódýr og skemmtilegur. Hollustufæði, eins og þau segja sjálf, brauðið er sykurlaust og laust við hvítt hveiti sem ég tel mikinn kost, ef maður ætlar að leggjast í brauðát á annað borð. Það er að sjálfsögðu hægt að velja hollt og "hollt". Þau bjóða t.d. upp á pizzur sem eru eflaust "hollari" en margar aðrar pizzur - en þeim er að sjálfsögðu púslað saman með brauði og osti. Muna bara að velja vel og vandlega... fokitt samt, ef þú vilt fá þér pizzu þá gerir þú það! Þær eru æði á þessum stað ;) 

Serrano

Eins og fjölskyldumeðlimir hafa réttilega bent á - þá tilbið ég Serrano guðinn iðulega. Á tímabili þá átti ég heima þarna í hádeginu og jafnvel, stundum á kvöldin líka. Heilhveiti tortilla með 2* kjúkling, baunum og grænmeti! Gerist ekki betra. Kjúklingurinn er líka í svo æðislegum kryddlegi, meiriháttar bragð! Baunirnar fullar af vítamínum og prótínum, grænmetið ferskt og salsasósurnar heimalagaðar! Ef þú fílar Mexíkó-mat þá átt þú eftir að njóta þess að borða þarna. Miðað við magn og gæði, þá er þetta ekki dýr máltíð heldur.

Súpubarinn

Hlaðborðsstíll, súpur, salöt, kjöt - þú mátt velja. Gaman að fara þangað af og til. Úr miklu að velja og auðvelt að velja "vel".

Osushi

Ef þér þykir Sushi gott, þá er þetta rosa fínn staður til að spisa á. Fer í Iðuhúsið reglulega og fæ mér lax, túnfisk, kjúkling og líkar vel. Kannski ekki staður til að borða sig saddan á, Sushi er ekki ódýr fæða, en ef þú velur rétt þá ættu 4 - 5 diskar að halda maganum sáttum fram að næstu máltíð. Ég persónulega fæ mér sjaldan grjóna-sushi, ég er ekki hrifin af uppfyllingarefni (grjónunum). Ef ég vil uppfyllingu þá fæ ég mér frekar brún grjón, bygg, quinoa og þar fram eftir götunum! Er líka svo miklu betra á bragðið!

Austur Indía félagið

Ekki ódýrt! Alls ekki ódýrt en ó, svo mikið þess virði. Engin orð, elska staðinn - fer þegar ég vil fara "fínna" hollt út að borða. Get svo svarið það að allt sem ég hef smakkað þarna er æði! 

 

Svo eru það að sjálfsögðu staðir eins og Salatbar Eika, Solla á grænum ofl. sem ég heimsæki stundum, ofantaldir eru bara á uppáhaldslistanum mínum ákkúrat þessa stundina!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ef þú veist um stað sem er ekki á þessum lista - endilega segðu mér frá :)

Elín Helga Egilsdóttir, 2.5.2009 kl. 10:42

2 identicon

Er Basil og Lime ekki í þessum flokki hvernig er það ;)

Ólína (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 11:55

3 identicon

Veit ekki hvort hollustustigið er ásættanlegt en við Jensi grípum oft delish mat á Austurlandahraðlestinni sem er svona ódýr útgáfa af Austur-India fjélaginu. Svo er hægt að fá mega góða (og mega holla ef þú velur rétt) tælenska rétti á Krua Thai.

Very niceh!

Erna (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 12:34

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ólína: Það er svo erfitt að "grípa" með sér á Basil - en Basil er deff. á góða listanum!

Erna: Mhh.. Austurlandahraðlestin er með í Austur Indía - eeeeelska matinn hjá þeim! Jebus. Krua Thai, ætla að skoða það betur!

Elín Helga Egilsdóttir, 2.5.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband