11.4.2009 | 09:14
Djúsí hafra og banana- brauð/kaka
Komin í páska-bökunargírinn. Þessi heppnaðist sko vel þó ég segi sjálf frá. Snilldarleg með kaffinu nú eða bara í morgun- eða hádegismat! Væri líka gott að mylja hana ofan í hafragraut - en það er önnur saga. Full af trefjum og flóknum kolvetnum, ávöxtum (banani + sykurlaust eplamauk) og prótínum úr eggjahvítum, höfrum og heilhveiti.
Enginn sykur í þessari uppskrift og það má nota haframjöl eingöngu. Hún var alveg mjúk og djúsí að innan með stökka skorpu. Rosalega bragðgóð og eftir að hún kólnaði, þá varð miðjan svolítið karamellukennd! Geggjað!!
Hafra og banana- brauð/kaka
2 dl haframjöl (muldi hafra í matvinnsluvélinni minni)
1 dl heilhveiti
1 tsk lyftiduft
Salt á hnífsoddi
2 vel þroskaðir og þjappaðir bananar
1 lítil dós Gerber sykurlaust eplamauk (1/4 ú bolla um það bil)
1/2 bolli eggjahvítur
2 - 3 msk hunang
3 msk kotasæla
1 tsk vanilludropar
Stilla ofn á 170 gráður. Blanda saman þurrefnum, blanda saman blaut... efnum? Blanda svo saman þurr- og blautefnum :) Þið þekkið þetta. Hella deiginu í pamað kökuform og inn i ofn í 35 - 40 mínútur. Fer eftir ofninum ykkar. Ég notaði kringlótt kökuform.
Það tók 20 mínútur að éta kökuna upp til agna! Byrjaði lífið sem tilraunakaka og endaði ævina sem frábærlega eiguleg uppskrift. Ekki hægt að hætta þegar búið er að bíta einusinni! Það var ekki einusinni krums eftir á disknum.
Það væri meira að segja hægt að gefa henni meira kikk og bæta í hana t.d. döðlum, hnetum, möndlum, kókos, hnetusmjöri, kanil, múslí.... you name it! Hún bíður vel upp á það!
Ég veit það er kannski gömul saga að búa til eithvað köku/brauð kyns sem inniheldur banana - það er bara svo ógeðslega gott :)
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bakstur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.