Hollustu muffins og heimagert múslí

Það er eitthvað svo gleðilegt við að búa sér til mat - sérstaklega ef það er auðvelt og ódýrara en að fara út í búð og versla sér sömu vöru. Líka ótrúlega fullnægjandi að eiga afganga og geta nýtt þá í eitthvað djúsí og skemmtilegt.

Múslí er allra meina bót og gefur skemmtilegt kikk í ab-mjólkina, hafragrautinn á morgnana eða yfir salat. Heimagert múslí er að sjálfsögðu eitthvað sem allir geta gert og ráða þar af leiðandi hvort það sé sætað með sykri, hunangi, agave nú eða bara rúsínum og þurrkuðum ávöxtum. Eru svosum engir galdrar við múslígerð - ég bjó mér til múslí í síðustu viku sem heppnaðist svaka vel.

Múslí

Mmmmúslí

2 bollar grófir hafrar

1/2 bolli kókos

1/2 bolli sólblómafræ

Hnetur - ef vill. Möndlur eru persónulega mitt uppáhald.

2 msk hunang (acasiu hunang, líka hægt að nota agave sýróp)

1 msk olía

1 tsk vanilludropar

Best að byrja á því að hita ofninn í 150 gráður. Blanda svo saman olíu, hunangi og vanilludropum. Hella öllum þurrefnum út í og blanda saman þangað til hunangið og olían hafa þakið allt heila klabbið. Hella blöndunni á smjörpappír og inn í ofn í um það bil 10 mínútur. Þá er gott að hræra aðeins í og inn í ofn aftur í 5, hræra og svo 3 mín eða þangað til hafrar og korn eru orðin fallega gyllt. Fer alveg eftir ofninum, ef þetta er kjarnorkuofn þá er betra að fylgjast vel með blöndunni svo hún brenni ekki.

Nú skal múslíið tekið út úr ofninum og kælt. Ég bæti alltaf við rúsínum í múslíið mitt eða þurrkuðum bönunum. Þetta múslí verður cruncy og smá sykrað - alger snilld og ofboðslega bragðgott.

Það þarf auðvitað ekki að hafa hunang og olíu - mér finnst alveg jafn gott að henda höfrum og korni inn í ofn og þurrista. Olían og hunangið bæta um það bil 10 hitaeiningum við hvern skammt sem er um 1/4 úr bolla og 120 hitaeiningar. Kókosinn og sólblómafræin rífa þetta ansi vel upp :)

'Hollustu' muffins

Svolítið eins og mini Frittatas. Eggjakökur með meiru, fullar af prótíni og flóknum kolvetnum. Ekki lausar við eggjakökufílínginn en samt eins og muffins ef kryddaðar rétt. Hittu beint í mark hjá mér, finnast þær æði!

Muffins

5 - 6 dl eggjahvítur (uþb 15 - 18 eggjahvítur)

3 dl muldir hafar (uþb 150 grömm)

1/2 msk lyftiduft

1/2 msk matarsódi

1 msk vanilludropar, sítrónudropar? Þið ráðið.

Hræra saman þurrefnum - hræra eggjahvítunum og vanilludropum saman við. Þá er grunnurinn að deiginu kominn. Hena inn í 200  °C heita ofn og baka í 20 min. Það má líka salta eftir smekk. Deigið er mjög þunnt.

Svo byrjar leikurinn. Ég bjó til muffins með 'banana og möndlum', 'banana, eplum og fíkjum', 'banana, möndlum og hunangi', 'banana, döðlum og möndlum', 'eplum, kanil og rúsínum', 'eplum, valhnetum, kanil og fíkjum', 'valhnetum, möndlum og hunangi'... you name it! Svo bara henda inn í frysti, taka út, nokkrar sek í örrann og húrra - flottur morgunmatur!

Úr þessum skammti útbjó ég 18 kökur. Ein máltíð eru 5 kökur.

Næringargildi per köku

Mmmm

Um það bil, svo bætir maður einhverju gúmmulaði við - en þetta er viðmiðið. 

Hitaeiningar: 45

Prótein: 4,7

Kolvetni: 4,7

Fita: 0,5

Trefjar: 0,3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband