Ella (L)lama - heilræði dagsins

Einbeiting, vilji og staðfesta - hversu ákveðin(n) ertu þú í að ná markmiðinu þínu?

Ef þið sjáið fram á að mikið þrekvirki sé fyrir höndum, sama á hvaða sviði það er, þá er gott að setja sér lítil markið og taka einn dag í einu með réttu viðhorfi og bros á vör. Með því móti er auðveldara að skipuleggja hvar best sé að byrja og hvernig best sé að nýta tímann. Æfingin skapar meistarann og þó svo markmiðinu sé ekki náð, þá var þetta tiltekna markmið partur af mikið stærri mynd - þar af leiðandi verður "sjokkið" eða vonbrigðin ekki jafn sár borið saman við eitt allserjar - risamarkmið sem fellur um sjálft sig!

Ekki hætta - aldrei hætta, hvort sem ferlið sé á byrjunarstigi eða lengra komið! Hindranir eru hvatning!! Ef hindranir verða á veginum þá er töluvert skemmtilegra að breyta þeim í áskoranir og finna leiðir til að sigrast á þeim. Með því móti getur þú deilt reynslunni með öðrum og veist í leiðinni hvað þarf til að yfirstíga hólana og hæðirnar. Þá veist þú líka sjálf(ur) að einstaka dæld stoppar þig ekki í því að ná markmiðinu sem þú settir þér til að byrja með.

Er ekki betra að tækla hindranirnar heldur en að láta þær hrannast upp?

Ég hef tekist á við þetta og unnið feitan og djúsí sigur. Ég hef séð aðra takast á við annað eins og þú getur það svo sannarlega líka!


Margt smátt gerir eitt stórt strumparnir mínir!

Litlir sigrar eru sætir. Stórir sigrar eru gómsætir!

 

Svo þurfa allir að byrja að borða mangó! Það yndislega góður ávöxtur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ásthildur.

Einn dag í einu með réttu viðhorfi.

Þessi setning þín er mjög hnitmiðuð og vænleg til árangurs.

Gangi þér vel með allt sem að þú ert að sýsla.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 10:36

2 identicon

Sæl Elín.

Ég hef slegið inn á ranga síðu og bið ég þig afsökunnar á því.

 Hvernig sem að ég fór að því ?. Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 10:38

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Það er nú mest lítið að afsaka - gaman að þessu :)

Elín Helga Egilsdóttir, 31.3.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband