29.3.2009 | 11:35
Sunnudags ís og berjabland í morgunmat
Æji já. Ég elska ís og næstum allt sem honum tengist - nema kannski þurrís, hann er ekki hægt að éta með góðu móti.
Bjó mér til æðislegan ís sem ég borðaði í morgun-hádegismat! Er nýlega búin að birta uppskriftina af þessu og fæ mér svona reglulega ef ég er alveg að drepast úr ísþörf. Rennur ljúflega niður og áferðin er ótrúlega skemmtileg!
Í þetta skipti frysti ég 2 banana og 3/4 úr mango. Blandaði saman við slatta af skyri, 3 skeiðum af hreinu vanillu próteini og smá undanrennu. Nóg fyrir 100 manna her! Borðaði þangað til ég sprakk og frysti svo restina.
Trefjar í banananum og mangoinu. Mangóið er líka fullt af vítamínum, stein- og andoxunarefnum. Próteinið fæst svo úr skyrinu og próteinduftinu ásamt nokkrum grömmum af fitu - held það séu um 6 gr af fitu í þessari uppskrift og hún er tilvalin sem t.d. eftirréttur fyrir góða 6 - 8.
Treysið mér elskurnar, þetta er meiriháttar gott! Staðfest og slegið frá mesta ís-snobbara Íslands!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Morgunmatur, Prótein, Skyr | Breytt 23.9.2010 kl. 20:36 | Facebook
Athugasemdir
I wanna :)
*sluuuuurp*
Dossan (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 15:59
Getur gert - svo auðvelt. Þarf ekki að setja próteinið út í t.d.
Frostnir bananar og mango, skyr eða t.d. ab-mjólk, smá undanrenna. Jafnvel bæta við 1 banana og nota bara undanrennu til að blanda þetta saman.
Mmmmhmmm
Elín Helga Egilsdóttir, 29.3.2009 kl. 16:45
nammi, namm. Ætla að henda nokkrum banönum og mangó í frysti núna strax. :)
antje (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 16:58
ooooo....maður fær ekkert skyr eða ab-mjólk í þessu asnalega austur-evrópska landi! Og Elín...hér er enginn góður ís, maður verður að láta sér lynda McDonalds ís, i'm not loving the fact!
Inam (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:41
OH men, helvítis ves er það!
Ís fyllerí þegar þú kemur heim næst - bragðarefur fully loaded og fylgjum því eftir með feitu djúsí bananasplitti!
Elín Helga Egilsdóttir, 29.3.2009 kl. 21:30
Hvað er með þetta kókos æði? Er ekki kókos það feitasta sem fæst miðað við grömmin? Hvar eru allar hneturnar... þær eru líka feitar og góðar :)
En svo án gríns þá er þetta ansi magnað dót sem þú stingur uppá og ég er hress með þetta bloggstand á þér. Jafnvel bara frekar mögulegt að ég og Björg nýtum eitthvað af þessu á næstunni... ætla að lokka hana inná þessa síðu :) og vonast til að hún vilji svo fara að elda...
Gunnar (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 22:35
Kókosinn hér er bara til að skreyta smá - hann gerir svo fínt.
En jú, kókos er svaka feitur og persónulega finnast mér hnetur og möndlur betri ef ég er að sækjast í eitthvað slíkt!
Kókos er bara svo ógeðslega góður í brauð - gefur svo gott bragð. Skulum ekki tala um hnetusmjör - það er sér kapituli út af fyrir sig! Mmmhmm.
Og um að gera, ef þið getið nýtt ykkur þetta í eitthvað eða fengið einhverjar sniðugar hugmyndir! Óje. :)
Elín Helga Egilsdóttir, 29.3.2009 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.