17.1.2012 | 23:21
Síðast þegar ég vissi, þá var janúar 2011
Nýárspistill, 17. janúar pistill, samantekt, hvað varstu að gera árið 2011, hoj hoj hoj!
Á morgun segir sá lati og lætur í sér heyra tveimur vikum síðar.
Látum vaða.
- Euan minn kæri kom til landsins í janúar í fyrra
- Við Euan giftum okkur, á landinu, í fyrra. Ég geng hérmeð undir nafninu "Frú Átvagl".
- Við græjuðum þetta í gallabuxum og lopapeysu og fengum okkur svo bakkelsi og kleinur eftirá. Það var æði!
- Sökum hins ágæta titils var ég að sjálfsögðu, lögum samkvæmt, tekin og tolleruð eftir kúnstarinnar reglum!
- Fluttist aftur í Garðabæinn góða.
- Glænýr yndislegur frændi bættist við famelíuna. Ísak Smárinn minn.
- Ég skipti um vinnu og er nú orðinn allkátur Mentorari. Við hlutum meðal annars Nýsköpunarverðlaunin 2011. *mont smont*
- Borðaði minn fyrsta Brynjuís og heimstótti þar af leiðandi Akureyri í fyrsta skipti með Ernunni minni
- Jebb, fyrsta skipti.
- Uppgötvaði ostafylltar krakk-brauðstangir á Greifanum á Akureyri. Var svo sagt af Agli vini mínum að Wilsons væri með svipað. Ég át þar af leiðandi brauðstangir, stanslaust, í tvær vikur.
- Ég braut tána á mér í tvennt. Það var hressandi
- Ég fékk mér tattú número úno. Fínu fallegu Gleym-mér-ei-arnar mínar. Mamma, pabbi og Svabbi. Svo mikil meining í'essu.
- Gataði mig pínkulítið meira. En ekki hvað.
- Hjólaði eins og drýsildjöfull um allar trissur í sumar
- Fengum krúttlegan gest í heimsókn í boði mömmukisa fyrir stuttu
- Árlegt vina Þeinksgiving kom og fór með þvílíkri át-troðslu að annaðeins hefur sjaldan sést... nema að sjálfsögðu öll hin árin sem þessi snilld hefur verið haldin. Fáir náðu andanum, flestöll vélindu vel full og einn tapaði auga.
- Við skulum ekki hugsa um litlu börnin í Afríku núna.
- Árlegt Halogenpartý fjölskyldunnar haldið heilagt þar sem nýjum standard var náð í búningametnaði!
- Ég smíðaði í tilefni þessa merka viðburðar múmíuköku ásamt afskorinni, frekar óhamingjusamri, hnetusmjörshendi!
- Systir mín elskuleg snilldarinnar snærðfræðisnillingur útskrifaðist
- Best <3
- Svo gerðum við ansi mikið af þessu... hér má sjá brota, brota... brota brota... brot?
Þannig að gott fólk. Árið er liðið og var barasta ofurfínt. En ekki hvað?
Enn og aftur segi ég nú bara amen og með því fyrir öllum sem standa mér næst og jú, ég er sko eitt heppið átvagl! Veit ekki hvað ég gerði hefði ég ekki ættingja- og vinanetið mitt í fimm mínútna fjarlægð. Ég varð einnig þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast nýju, æðislegu fólki.
Ahhh já!
Ég hef flundurfína tilfinningu fyrir 2012 mín kæru. Það byrjar hið minnsta með talsverðum látum.
Í stuttu:
Á MORGUN - > London -> Ástralía -> Nýja Sjáland -> Ástralía -> Abu Dahbi -> London -> 25. febrúar
Jebb... let the fiest begin!
...
ÓÓMÆGODÉGERAÐFARATILNÝJASJÁLANDSOGÁSTRALÍUOGABUDHABIOGO
GOGNÝJASJÁLDANSOGMATUROGNÝTTOGÓMÆGOD!
**hopp** **hopp** **hopp**
Phewww. Afsakið.
Tapaði næstum kúlinu þarna.
Þangað til næst!
Friður.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Góða ferð elskulegu Hr og Frú Grín, farið varlega og komið heim í/eða með yfirvikt!
*knús og elsk
Dossan (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 01:20
Djöf... töffari ertu!
Góða ferð og keep us posted. Þú ert alveg uppáhalds bloggarinn minn.
Magga (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 05:33
ahahaha :) ég hló svo mikið að lok þessarar færslu! :) þú ert svo skemmtilega frábær bloggari og bara gaman að lesa þetta yfirlit.
Berglind l(long time reader) (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 08:07
Elsku krúttsprengjufrænkudýr! Góða ferð, ég hugsa til þín með öfund og gleði í hjarta. Sveitadurgurinn kærastinn minn gerir slíkt hið sama, hann á enga ósk heitari en að fara til nýja sjálands.....ertu með stóra ferðatösku?
Froðfenglega góða ferð (þér er velkomið að stoppa í búdapest á leið heim)!
inam (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 11:36
vá viðburðarríkt ár og skemmtileg lesning eins og alltaf! Innilega til hamingju með giftinguna þína! :) Er svo fegin að þú sér komin aftur, vantaði skemmtilegu pistlana þína !! :)
Sylvía (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 20:22
Frú Ella
Magnað ár hjá þér .... líkt og hjá mér ;) Alltaf svo gaman að lesa bloggin þín og tileinka sér öll skemmtilegu hugtökin þín og lífsgleði
Have fun á ferðalaginu og til lukku með manninn þinn :)
Hulda (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 09:30
... já og óóóóógeðslega FLOTTAR hrekkjavökuveitingar hjá þér ...... það er ekki að spyrja að því
Hulda (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 09:32
Innilega til lukku FRÚ Elín! :) mjöög skemmtilegur pistill og ánægð með að þú sért orðinn mentorari! :D nota þetta fyrirbæri mjög mikið í minni vinnu...
en skemmtu þér ógó vel í úttlöndunum og viðurkenni það fúslega að ég öfunda þig bara alltof mikið! :D Hlakka til að sjá hvort þú finnur eitthvað meira sniðugt matarkyns eins og chia fræin frægu þegar þú komst frá OZ :)
Þórdis Oz (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 11:35
& múzin heitir Zteingrímur!
*dæz*...
Steingrímur Helgason, 22.1.2012 kl. 01:21
Svo mikið takk fyrir að vera byrjuð að blogga aftur. Hafið það sem allra best:)
Fjóla (devoted reader) (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 15:31
Eitt risa stórt knús á þig fröken snillingur!:)
Elín Lóa (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.