10.1.2012 | 10:58
Kvart- og kveinanir
Númer 1, 2 og þrjú!
Það eru allir að hugsa þetta, ég veit það... ég ætla samt að tjá mig um það... og ég ætla að blóta smá.
GUÐ MINN GÓÓÐUUUUR. ÞAÐ ER SNJÓR Í ÖLLUM HOLUM, VITUM OG FELLINGUM. ÉG ER MEÐ SNJÓ Á STÖÐUM SEM ÉG VISSI EKKI AÐ VÆRU TIL Á MÉR!!
HVERSKONAR EIGINLEGA LANGVARANDI SKÍTALYKTARKÚLA ER ÞETTA? BLLAAAAAAAARGHHH!
Hvað er þessi klakaflís fyrir land að meina með þessum veðurhremmingum? Ha? Það mætti halda að við værum stödd í endaþarmi andskotans!
Og já, hver veit nema bakendi þess margumtalaða kappa sé gaddfreðinn og óvistvænn.
Nú er nóg komið af veðurleiðindum og endalausu Mt.Everest klifri yfir bílastæði. Annaðhvort, kæra föðurland,:
- snjóar þú sætri, fínni, krúttaralegri hundslappadrífu sem fellur fallega til jarðar, brakar í, og er ekkert nema dásemdin einar
- snjóar ekki neitt með litlu sem engu roki
...eða "þú sofa með fiska"! Takk.
Snjór og 66°Norður í trýnið, upp í nasir svo andinn hverfur að auki við kulda sem kristallar hvíturnar í augunum á manni, má hérmeð láta sig hverfa.
Formleg veðurkvörtun yfirstaðin.
Hookay, áfram með smjörið, sem er að sjálfsögðu gaddfreðið og vel nýtanlegt sem vopn í allra brýnustu nauðsyn!
Hin kvörtunin tengist þessari spurningu:
"Hva, mín bara búin að svíkja málstaðinn?"
Svíkja hvaða málstað fyrirgefðu takk kærlega um hvað ertu að tala mannfýla?
Að þessu var ég spurð í fyrradag.
Eða, spurning? Þessu var ölluheldur fleygt fram í meinandi, kaldhæðnislegum spurnartón.
KOMMOOON... þó svo ég blikki ekki augnlokunum fjórtán sinnum hraðar en vanalega til að fá meiri hreyfingu í daginn eða borði kálblað í hvert skipti sem færi gefst þýðir ekki að ég hafi snúið við blaðinu á einu bretti og gerst talsmaður ólifnaðar og kyrrsetu í öllu sínu veldi. Auglýsi kók sem lífsins lind og Snickershúðaða hamborgara sem gott snarl fyrir svefninn.
Ha... hmm... haaa! Það er nú ekki eins og átvaglið hafi svikið sinn besta vin og framselt eiganda fyrrnefnds norðurenda fyrir kleinuhring!
- Eins og kleinuhringur myndi fá mig til þess að afhenda kölska my precious! Þyrfti amk að vera snúður... með karamellu. Pölííís!
Ok... bökkum aðeins í hneyksluninni gott fólk. Biturðardrama 124%. Viðurkennt. Ég tek 53% af þessu til baka og biðst afsökunarforláts.
Þó svo undirritaður svindlari borði, í nútíðininni, stundum nammi á virkum dögum og hreyfi sig ekki 24/7, eins og í "gamla daga", þá þýðir það ekki mín elsku bestu að ég hafi snúið bakinu við öllu sem telst vera "Hollt og fallegt og æðislegt og kúlurass".
Bara, annar póll tekinn í hæðina eftir fjögur ár af allskonar mat, formum, stigum og með'ví, sbr. tuð síðasta pistils. Bloggið blessað hefur svo þróast með átvaglinu og allt snýst þetta að sjálfsögðu um mat.
Engar áhyggjur þó. Gríðarleg gúff eiga sér ennþá stað. Gúff umfram öll velsæmis- og skynsemismörk. Ég hef borðað menn, sjöfalda að minni stærð (bæði að ummáli og rúmmáli), undir borðið og enn haft pláss fyrir eftirrétt og eftir-eftirrétt, smá nart af aðalrétt og meiri eftirrétt.
Nú eru formlegir játninga- og réttlætingapistlar um mitt sérlega heilsufar, og át, yfirstaðnir. Ef þið viljið fylgjast með komandi fiestum þá vitið þið að sjálfsögðu hvar mig er að finna.
Held ég ætti að fjárfesta í bleiku Múmínálfaskýi til að halda upp á þessa sérlegu uppljómun mína. Þó svo ákkúrat núna myndu ég, og skýið mitt, líklegast fjúka til Jemen.
Ef ég sé eitt til sölu á barnalandi býð ég 50 kr. í það.
Það er gullpeningur gott fólk.
Gullpeningur.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Hugleiðingar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Facebook
Athugasemdir
égessosammálaðérmeðsnjóinn (sagt á innsoginu) .... ég "foli" þetta ekki.
Já og svo ertu mögnuð - segi það og skrifa - b o b a
Hulda (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 11:51
Hmmmmmmmm....... ég sé fyrir mér sól og brakandi hita í framtíð þinni innan skamms. Finn þetta bara sterkt á mér - Im spooky like that
Þinn kúlurass mun brúnast og bakast þar til hann verður eins og tvö einmanna nóakropp í gallabuxum! OO
Tis my prediction!
Dossan (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 12:57
Hulda: hahh, bobur eru góðar!
Snjórinn er æði, veturinn er gleði en rokrassgat og snjór og... endalaus snjór. Ughhhh... dreptu mig ekki.
Le Doss: Þú segir nokkuð... ho ho hooo!
Elín Helga Egilsdóttir, 10.1.2012 kl. 13:31
úff ég átti erfitt með að leggja saman átta og níu... en um pistilinn
skrifaðir þú einhverntíman undir plagg "hér með sver ég að ég muni alltaf borðahollthreyfamigeinsogvitleysingurmeðfulltafgáfumogpassauppáhitaeiningarnar" ?
Þetta er það sem ég segi þegar fólk er að fussa yfir því að ég borða snúð, drekk kók, fæ mér franskar og kokteilsósu með.
Í alvörunni! þá má maður alveg skipta um skoðun, breyta til og hafa þetta bara nákvæmlega eins og maður vill.
YOU ROCK!
Barbietec (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 13:40
Ákkúrat.
Reynslunni ríkari finnur maður sína línu og heldur sig þar. Magavöðvar, maraþon, snúðar, salat. Skiptir ekki máli hvað fólk telur til trúarbragða svo lengi sem þú sjálf/ur ert kát/ur með það sem þú tekur þér fyrir hendur.
Ég vil ekki neita mér um kleinur þegar þær bjóðast, þannig er það nú bara. ;)
Elín Helga Egilsdóttir, 10.1.2012 kl. 13:57
Já ég held að veðurguðirnir séu eitthvað að misskilja beiðnir okkar um minni snjó! Ég meina við erum bara að biðja um minni snjó, minni hálku, minna rok, meiri hita og allt það! .. finnst við ekki biðja um mikið!? ;)
Gvöð já! Ekki láta mig byrja þegar fólk segir "mátt þú borða svona??" og starir og gapir yfir því sem maður fær sér! Held að Ragga Nagli hafi náð þessu vel í pistli sínum hérna
Nei, skv. 15. grein hollustulaganna er mér með öllu óheimilt að láta fæðu X og Y inn fyrir mínar varir. Eins gott að þú tékkaðir þetta af áður en ég stakk þessu upp í mig hugsunarlaust.
Góðar stundir kæra Ella .. ég vona að við fáum að sjá þig hér áfram :)
Þú ert klárlega einn af mínum stærstu innblástrum í átt að betri heilsu og bættri líðan! Takk!
Ásta (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 14:00
Thú ert skeeeeeemmtileg!Sem matargat míns vinahóps-hylli ég thig!
Valdís (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 16:28
Ásta: Ouwww, takk fyrir það
Valdís: Matargöt alheimsins þurfa að sameinast og halda epíska át-fiestu! OH yes.
Elín Helga Egilsdóttir, 11.1.2012 kl. 14:28
Þú ert frábær eins og þú ert og ég elska bloggið þitt! Vona bara að þú haldir áfram að blogga og látir ekki einhverja fýlupúka úti í bæ skemma fyrir þér. :)
Hanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.