30.12.2011 | 21:20
JÆÆÆÆÆJA
"JÆJA"
sagði hún eins og ekkert hefði í skorist!
Er ekki íslenska sérkennið hið minnsta, þrjú JÆJA, til að eitthvað fari að gerast nú, eða hreyfast?
Í miðju matarboði hrópar einn fjölskyldumeðlimur hátt og snjallt:
"JÆJAHH..."
Þá veistu að um fyrsta merki til brottferðar er að ræða. Hjartað byrjar að hamast, tíminn til að raða í andlitið á sér styttist óðum. Þar af leiðandi er betra að drífa í átinu svo ekki verði veiga-eftirsjá næstkomandi dag!!!!
HVAÐ? Að vera matsár átvaglsperri er ekkert grín gott fólk!
JÆJIN þurfa samt ekki að vera samliggjandi eða heyrast hvert á eftir öðru. Eitt JÆJA gæti bergmálað fyrri part veislu/dags/samkomu/sandalafem. Annað gæti heyrst rétt þar á eftir og þriðja ekki fyrr en sjö bjórum, rostung og dularfullu Tuborgbindi um hálsinn á einum ættingjanum seinna.
Ég mun þó aldrei nokkurntíman viðkurkenna að hafa lent í slíkum aðstæðum.
"JÆJA"
(þetta var jæja númer tvö svo allir séu á sömu blaðsíðu hérna. Ekki samt númer tvö eins og á klósettinu númer tvö dýrið þitt)
Hey, vissuð þið að það hefur ekki snjóað svona mikið í desember síðan undirrituð fæddist?? Hmm, ha?
1984 takk fyrir góðandaginn Jóhannes!
Jóhannes: HVAÐ??
Undirrituð: Skiptu þér af því sem þér kemur ekki við!!
...
Undirrituð: Eða... skiptu þér ekki af því sem þér kemur ekki við?
Mikilvægt ekki þarna á ferð.
"JÆÆHÆÆJA ELÍN HELGA"
Ég var víst búin að lofa útskýringu á sumarbiturðinni einhverntíman í fjarlægri þátíð.
Í stórum dráttum:
Var að trodda í mig pylsu á "nammidegi" og hitti á förnum vegi blogglesanda sem við mig sagði "Vá, vildi óska að ég gæti borðað svona". Biturleikinn hrannaðist upp í svo miklum mæli að hvorki blogg né nokkuð annað tengt almættinu, Guðbrandi eða strumpunum gat stöðvað mikilfenglega skítafýluskýsins sem elti mig út um allt.
Öll þessi mucho-massa dýrkun er orðin svo steríl að venjulegt fólk getur ekki leyft sér eina pylsu nema á tilteknum dögum, ef þá.
Grandskoðað, þrælútpælt og rannsakað. Allt sem ég var búin að trodda inn í hausinn á mér af "hvað má, hvað má ekki" varðandi matarræði, hreyfingu, og allt þar á milli féll um sjálft sig.... bókstaflega! Hrundi hæð Hallgrímskirkju 14 sinnum og skildi mig eftir í fússi dauðans sem orsakaðist í miklum tilraunum á sjálfri mér og þessari nýfundnu vitneskju, sem kom í ljós að var ekkert svo skelfilega nýfundin.
Bara týnd og tröllum gefin.
Viltu vita hvað það var? Ein sú hallærislegasta vitrun sem brotlennt hefur á höfðnu á mér.
BITRANIR
- Mér liggur við uppköstum að sjá hversu mikla áherslu allir miðlar leggja á "Fáðu flottan kropp". Komast í kjólinn fyrir jólin, fullkominn rass, grannur líkami, skera, magavöðvar og eitthvað meira egósentrískt kjaftæði.
- Matarræði og matarkúrar. Paleo, rétt stillt kolvetnaát, 14 daga kúrinn, x gr. prótein, Herbalife, Danski... flah.
TEEEEK'EKKI ÞÁTT Í'ESSU! Fokk jú bara bandbrjálaði matvælaiðnaður, útlitsdýrkun og áráttu-forfanden.
Borðaðu þegar þú ert svöng/svangur og leyfðu þér það sem þú vilt innan þinna "markmiðs-marka". Æfðu eins og þig lystir, þegar þig lystir og njóttu þess að vera til. Þú ert að æfa einungis fyrir sjálfa(n) þig og sama hvað þeir sem lifa og hrærast í þessu segja, þá er það númer uno, dos und tres hvernig þér líður.
Hvað í andsk... með það þó matarræðið sé ekki 170% 98% af árinu, hvað svo sem "hollt og rétt" matarræði er? Hvað með það þó svo sixpakkinn sjáist ekki allan ársins hring eða að þú sért ekki með bíseppa á stærð við vatnsmelónur? Ef það er hinsvegar óskin, ekki væla ef þú vilt ekki berja þig áfram, ef ekki, þá er óþarfi að fá eitthvað bölvítans samviskubit yfir naanbrauðinu sem þú ást um helgina og láta skamma sig fyrir kökuát. Go for it.
Ég fylgdist líka með lítilli frænku minni borða yfir tveggja daga span. Þar var hún eitt skiptið að gæða sér á snúð, át hann hálfan og skildi restina eftir á meðan ég át allan minn þrátt fyrir seddu, því ég var gráðug og það var nammidagur. Var búin að vera að hugsa um snúð alla vikuna... isss!
- Átvaglið: Viltu ekki klára snúðinn þinn?
- Frænkan: Nei takk, ég er södd.
Ég virtist vera búin að týna getunni að geta borðað þangað til mett og látið þar við sitja, sérstaklega þegar át dýrðin sem um ræddi væri uppáhaldsát.
Fann þennan löngu týnda hæfileika hinsvegar aftur, æfði í og með, borðaði það sem mig langaði í hverju sinni og vitið þið hvað...
...HEIMURINN HVARF INN Í SJÁLFAN SIG OG MYNDAÐI STÆRSTA SVARTHOL Í SÖGU MANNKYNSINS!
Eða ekki. Það hafði engin áhrif.
*BIIITUUURÐ*
Það er svoleiðis búið að forrita á manni eggjarauðuna með allskonar flimmflammi að harðsoðið er ekki nánda nærri nógu kryppildislega lýsandi fyrir suðið sem yfirtekur eyrun á þér.
Þannig að!!
Bitrun tók völd. Ég ákvað að prófa að henda út öllum hugmyndum um próteinmagn, þrjá tíma milli mála og rétt hlutfall kolvetna hingað og þangað og bla. Núna fæ ég mér stundum pizzu í hádeginu!
Á virkum dögum!
*andköf*
Borða svo að sjálfsögðu mitt uppáhalds grænmetisfjall inn á milli. Fæ mér stundum köku í kaffinu og vænt smjörlag á brauðið mitt. Nammidagurinn fékk að fjúka og núna er vikan nammidagslaus.
Og á meðan þessari tilraun stóð, breyttist ég ekki í Jabba the Hutt eða vöðvalausan orm. Ójöah.
Töfraorðin: Hófsemi, jafnvægi, skynsemi
Farðu nú og drífðu þig í að æfa þig í þessu þrennu. Svona nú. Hip hip.
- Allir í heiminum: Þannig, nú veistu um það bil nákvæmlega það sama og allir aðrir í heiminum vissu?
- Elín til allra í heiminum: ...uuuu.
- Allir í heiminum: Elín... þú ert bjáni.
- Elín til allra í heiminum:
On with the butter!
Búin að fá jólaöndina mína, fyllinguna, laxinn og grautinn og nýja árið að fara að ganga í garð. Ætli ég taki mig ekki til og skelli í svona eins og eina nýársfærslu á morgun eða hinn?
Við tæklum svo 2012 með tvöföldu trompi, löngu týndum skilaboðum frá skrokknum og herlegheitum í stíl.
Pásan var góð, árið var gott. Þið eruð góð.
Allir eru æðislegir.
Regnbogar, hvolpar og snjór.
Síðasta æfing ársins 2011 fer fram á morgun.
yfir og áramótaút.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:42 | Facebook
Athugasemdir
íííííí þaaarna ertu loksins!! Haahhaaa hvað ég elska hvernig þú skrifar.
Vá hvað ég varð glöð þegar ég sá nýju færsluna Ella Helga!
Og já, ég er sammála þér. Amen sko. Gott jumpstart í nýja árið. Fólk festist of mikið í samviskubitshring yfir hverju? Allar líkamsbreytingar/bætingar eru til langstíma fyrir sjálfan þig og flestallir eru að koma hreyfingu inn í daginn sökum langsetu. Eins og þú segir, fer þetta eftir markmiðum hvers og eins, en að neita sér alltaf og nota aldrei skynsemina er ein leið að falli. Þó sérstaklega fyrir hinn almenna Jón!
Þú ert snillingur.
Andy góður þarna í endann hahaha
Magga (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 21:35
Haahahaa, þakka það Magga mín.
Æji já, lífið er of stutt og dýrmætt til að eyða því í áhyggjur af áti á einni pulsu.
Látum okkur líða vel. Ef það er pulsa fyrir þig en eggjahvíta fyrir Jóhannes blessaðan, þá er það ekkert nema dásemdin einar.
Elín Helga Egilsdóttir, 30.12.2011 kl. 21:45
Jæja, mikilvægasta orð á Íslandi. Án þess væri ekkert gert.
Skemmtilegur pistill.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.12.2011 kl. 22:37
Bonne année...
en (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 06:53
Sissa (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 11:26
Yess, þú ert komin aftur elsku frænka. Og hvað ég er sammála þér, en það er auðveldara að segja það en gera að láta allt þetta bull framhjá sér fara, þar sem þetta er IN YOUR FACE allan fjandans tímann. Ég brenni mig alltof oft á því að blóta paleo (eða hvaða bulli sem er) og næsta dag spá í hvort það gæti nú kannski verið að six-packinn verði sýnilegur...ef ég fylgi paleo.
Heyr heyr frænks og velkomin tilbaka!
inam (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 15:25
jeeeei er ekki frá því að það hafi lekið gleðitár þegar ég sá nýjan pistil!!!
Góður pistill og góður punktur! ég er akkúrat ein af þeim sem tók svona mataræði með trompi og borðaði upp á gramm með nákvæmlega 3 klst á milli til að tálga af einhver kíló, sprakk auðvitað á limminu fyrir rest og varð eins og Michelin kallinn!
Tók mig svo aftur í gegn frá jún 2011 bara með að borða reglulega, engar öfgar og bara hollan og góðan heimilimat (já smjör og alles) og voilá, 17 kg fuku!!
flott lesning og EKKI HVERFA AFTUR!! :)
Sylvía (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 21:41
Yeessss..... það kom gæsahúð á bakið, svona eins og þegar maður sér gamlan vin eftir langan aðskilnað, þegar ég sá að það var komin nýtt blogg :) :) Jey!!!
Skemmtilegt blogg að vanda my panda
Hulda (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 09:31
Niðurstaðan verður alltaf sú sama, allt er gott í hófi, málið er bara að halda sig í þessu helv.... hófi :)
Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 11:07
Inam: Náákvæmlega. Meiri vitleysan. Bara borða það sem þú vilt í hófi. Við erum nú einusinni amk með hálfan heila... vonandi ;)
Sylvía: Heyr heyr. Ég er búin að fara rússíbanann allan, regnbogann á enda. Gramm fyrir gramm, tímastilla kolvetni og prótein, 3 tímar milli mála og ég veit ekki hvað.
Hulda: Hehe.. bloggandinn að hellast yfir fingur og anda
Vala: Hahh, ohh svo satt. En hvað er gaman við það að vera til ef þú ert alltaf í bakkgír. :)
Og það magnaðasta er elsku bestu, að þegar þú hefur svipt þig "nammideginum" og "bannaða listanum" þá hungrar þig ekki jafn stíft í allt það vonda grimma hræðilega óholla... sönn saga!
Elín Helga Egilsdóttir, 3.1.2012 kl. 13:58
Dísös, fékkstu buttplug í jólagjöf?...annars fínó pistill hjá þér bitra gamla mín :)
Mr Crane (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 08:08
Jeij! svo gaman að sjá nýja færslu hjá þér!
Svooo mikið til í skrifum þínum kæra Ella Helga! Fleiri ættu að taka sér þennan hugsunarhátt til fyrirmyndar.
kv. Ásta .. sem er að byrja í ferlinu að betrumbæta sig :)
Ásta (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 11:07
Svosvo sammála þér :)
Er búin að vera í "1 nammidag á viku" prógrammi í langan tíma. Sífellt nagandi samviskubit yfir litlum súkkulaðimolum á hreinu dögunum. Bara bull - allt er gott í hófi! Lífið er of stutt fyrir kaloríutalningar!
Jóna (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 11:21
Mr Crane: BWAAHAHA...EINAR... þú er bjáni ;)
Ásta: Oh já. Hver finnur sína línu og meeeen hvað það getur stundum tekið langan tíma og margar tilraunir, endalausar betrumbætur og breytingar :)
Jóna: HEYR HEYR. Þegar maður losnar við "má ekki" hugsanaháttinn verður allt þetta "óholla" ekki alveg jafn spennó lengur. Hvur svosem ástæðan er.
Elín Helga Egilsdóttir, 6.1.2012 kl. 15:10
VEIII!!! you´r back! :D alltaf að kíkja af og til hérna inn.... uppskriftirnar sjáðu til! uppskriftinar! ;)
alger snilldarpistill eins og venjulega, og þetta er svo satt! hver og einn verður að finna hvað virkar fyrir sig i þessum alheimi :)
Maður þarf virkilega að skoða hugsanarhátt sinn, maður dettur alltaf i hálfgerða græðgi á nammidögum, bara kunna sér hóf og hananú!
Þórdís Oz (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 18:28
Það er dásamlegt að lesa bloggið þitt, takk fyrir mig :)
Fanney Dóra (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 09:06
Þórdís: Ákkúrat. Hófið er vand'með'farið. Litlu stubbarnir kunna þetta, taka sér þessa snillinga til fyirrmyndar og vera kátur.
Fanney Dóra: Uss, roð og rósir, takk fyrir það, takk fyrir mig og barasta verði þér að góðu :)
Elín Helga Egilsdóttir, 10.1.2012 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.