MEIRA BROKKOLÍ

Daginn.

Veginn.

Eitthvað meira sem endar á -inn!

Er að verða búin með 5 vikur af TRX/Bjöllum. Áhugavert ekki satt?

Jah, eiginlega bara 4 vikur þar sem táin tók sér viku í fýlu og leiðindi. Núna haltra ég um eins og önd á svelli og reyni eftir fremsta megni að hoppa ekki mikið á einari. Amk tábrotnum einari.

Síðustu vikur hafa þó einkennst af dularfullri brokkolí/blómkálsþörf. Ég borða þetta forboðna grænmetissull í öll mál, með öllu, allstaðar og við hvaða tilefni sem er virðist vera. Ef einhver svo gott sem nefnir orðið "brokkolí" þá æpi ég samstundis:

"JÁ....U, JÁ TAKK.. HINGAÐ... KASTAÐU ÞVÍ HINGAÐ, æðislegt, frábært... gott, flott".

Ég held þetta sé orðið sálrænt því ég er farin að dreyma brokkolí í tíma og ótíma.

Fyrir utan blómkál og brokkolí er allt annað ofnbakað grænmeti mín einasta, heitasta, æðislegasta ósk þessa dagana. Ofnbakað, hitað, eldað, soðið, steikt... í hvaða formi sem er í raun.

Svo lengi sem það er ekki í kökuformi, ég þooooooli ekki grænmeti í kökuformum!

Hohohoho...

...HVAÐ? Klukkan er ekki orðin tólf gott fólk. Kastið til mín beini. Húmor fyrir hádegi er ekki meðfæddur.

Hvað sem öðru líður þá hefur kvöldmatur síðastliðinna... kvölda... einkennst af eftirfarandi:

Ofurofnsteiking a la grænmetisgleði

Green Curry súpa m/kókosmjólk og tonni... af grænmeti, ásamt grjónum og almennri gleði.

Green curry súpa með kókosmjólk og GRÆNMETI

Einfalt, fljótlegt og ó... svo... ógeðslegaofurbragðgottogákkúratfínt!

Annars spurði hún Sylvía mig í kommentum síðasta pósts, hvort ég hefði verið að gata aumingjans skrokkinn á mér eitthvað frekar.

Og jú, það er víst svo.

Dermal Anchors

Þeir sem finna götin fá verðlaun!! Jííhaawww.

Annars er mjög girnilegur Akureyrarpóstur á leiðinni. Við, the krakks, skelltum okkur í notalegheitakósýferð. Afmælis Egill átti sér stað ásamt allskonar sukki.

AfmælisEgill er meðal annars meðlimur, og söngvari, í hljómsveitinni Nóru sem var að senda frá sér nýtt lag... og ég svoleiðis öööölska þetta lag. Búin að vera táhaltrandi heimahúsum að reyna að kreista fram dans- og dillitakta. Það gengur upp og ofan... þó helst neðan. Áhugasamir geta hlustað hér.

Annars er þetta fyrsta skipti sem átvaglið heimsækir Akureyri almennilega, Brynjuís og Greifamatur þar með talinn.

erna og ella og brynjuís

Tek ekki með Akureyrarskiptið þar sem ég þaut í gegnum bæinn, beint á flugvöllinn, til að komast undan ösku og beint til Ástralíu.

Hef sumsé eytt meiri tíma í Ástralíu en á Akureyri. Nokkuð magnað það.

STÆRSTA VAFLA Í HEIMI

More to come.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akureyri er voða góð  .... og nýju götin maður  þú ert nú meiri töffarinn!!

Hulda (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 10:25

2 identicon

Þetta er ógeðslega góð mynd af okkur!

Erna (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 13:11

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hulda: Akureyris or ooofur. Mikið elsk í gangi þar.

Erna: Má ekki ljóstra upp of miklu af ferðinni, vöfflukvikindið og móðuísinn eru til að kitla undirmeðvitundina!

En jú, ég er samt sammála. Er að spá í að láta stækka þessa og hengja fyrir ofan píanóið.

Elín Helga Egilsdóttir, 4.10.2011 kl. 13:32

4 identicon

Þekki þig ekki baun en ég er afskaplega ánægð með að þú ert ekki hætt að blogga. Og vil ég einnig hrósa þér fyrir frábærlega skemmtilegt blogg og yndislegar uppskriftir :)

Fjóla (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 16:28

5 identicon

oh nýju götin eru svo flott :) var þetta ekkert vont?

Sylvía (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 09:05

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Fjóla: Núh hvaaahh... Takk fyrir það mín kæra.

Sylvía: úú, mange takk. Nei veistu, þetta var minna vont en margur heldur. Meira eins og einhver sé að klípa þig :)

Elín Helga Egilsdóttir, 5.10.2011 kl. 19:03

7 identicon

Það er eins og þú sért með 3ju geirvörtuna þarna lengst til vinstri..en annars mjög svo flott og fer þér vel :)

Einar (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 19:48

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

HAHHH... en já. Satt. Marin og blá.

Elín Helga Egilsdóttir, 6.10.2011 kl. 09:13

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta 'gaterí' mun vonandi ekki gleðja málmleitartæki heimzinz að einhverju ógagni...

 Brokkálið, Bruxzzelzzprotar & rózakál, gufuzoðið, takk...

HerreGud matur.

Gaman að zkjá þig til lífz.

Steingrímur Helgason, 10.10.2011 kl. 23:18

10 identicon

Þvílíka endemis gleðisprengjan sem þú ert! Er í sæluvímu yfir endurkomunni! Velkomin aftur ;)

Guðný (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 21:40

11 identicon

Flottasta síðan! :)

Alda ókunnug (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband