Það byrjar allt á mælingum

Karvelio áskorun formlega hleypt af stokkunum. Núna er bara að bíða eftir planinu.

Staða frá því fyrir ári:

Eftir massíft Bootcamp sumar 2010:

  • 56 kg.
  • 15% fituprósenta

Staða í dag, eftir Tabata + lyftingar og svo gott sem enga brennslu 2011:

  • 60 kg.
  • 15% fituprósenta 

Hvor Elínin haldið þið að innihaldi meiri vöðvamassa?

Ekki það að ég eigi eftir að vinna í þessari keppni. Heildar % niðurávið í vigt er það sem farið er eftir, enda ekki nema von. Það er besta leið til að mæla árangur hjá stórum hópi af mjög svo mismunandi fólki. Ég er amk ekki að stefna á að fara neitt mikið neðar í % svo við einblínum ekki á sigur gott fólk, óneii... horfum á aukinn styrk, gæði og betrumbætingar á hinum og þessum sviðum.

Da?

Hlakka til að sjá hvernig ástatt verður fyrir kvendinu að loknu sumri.

Húha!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já! Vel gert! *H5*

SÓ (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 10:32

2 identicon

Glæsileg Ella!!!

Hulda (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 16:04

3 identicon

Glæsilegt!! flottar mælingar! :D

Þuríður (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 16:48

4 identicon

Snilld! Flottar mælingar hjá þér :)

Karitas (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 21:12

5 identicon

Ég segi persónuleg bæting í;

- upphífingum

- armbeygjum

- hnébeygju á Einari frænda

- 5km hlaupi

Það er sigurinn þinn, up for the challenge?

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 22:43

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jáá.. er það ekki bara? Takk fyrir þetta mínar kæru. Átvaglið helhresst! :)

Mister Karvel: O jú það held ég nú og þessi listi er eðallinn einar!

Þá er bara að finna út hvar bætingin liggur... 5 upphífingar, 3000 armbeygjur... ;D

Elín Helga Egilsdóttir, 1.7.2011 kl. 08:30

7 identicon

3000 armbeygjur?!?! It'a deal!

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband