Jææææja

Er farin að safna í sarpinn. Pistlar þessa bloggs eru ískyggilega farnir að líkjast brotabrotum og samantektum síðustu daga hvað át og hreyfingu varðar.

Þó aðalega át!

Að því sögðu:

Ofurmömmumatarboð í tilefni sumarfrís og sólarglætu!

Risaharpa a la mamma

Tunfiskur með wasabi sósu

Ofurömmu 17. júní matarboð!

Þau gerast varla meira djúsí en þetta. Onei onei!

17. júní matarboð

Appelsínusúkkulaðikaka

Vöfflur, ostar, vínber, jáber

Út að borða á Uno. Það var meira en bara Uno... það var excellente-o!

Brauðkarfan sívinsæla. Gúmmíbrauð, gott brauð þó.

gúmmíbrauð

Fiskur dagsins fyrir undirritaða. Bleikja með byggi, steiktu grænmeti, blómkálsmúss og sósu. Skammtur fyrir 700 manns og skelfilega ofurgóður!

Bleikja dagsins á uno

Sessunautur fékk sér Uxahala Pappardelle en skipti pastanu út fyrir penne. Svaðalega, svaaaðalega góður réttur þetta!

uxahala penne

Auka salat, 490 krónur, og viti menn. Það var ekki stútfullt af feta eða melónum eða eintómu iceberg og það var ekki jafn stórt og fingurnögl!

Það var töluvert stærra!

aukasalat uno

Amen!

Ok ok... annars, númer eitt, tvö og þrjú!

  1. Veik
  2. Veik
  3. Já, ég er búin að vera veik

Held ég hafi fengið matareiturn *kaldhæðiniskast dauðans*

Nokkuð viss um að brokkolíguðinn kúri í einhverri moldarholunni og hlæi illkvittnislega að tragedíu undirritaðrar. Líka nokkuð meira en viss um að hann haldi á vúdúÁtvagli og poti ítrekað í það með einhvurslags potunaráhaldi.

Guðbrandur einn má vita hvað olli átvaglinu ömma ömurlega, þar sem auðveldara er að finna út hvað undirrituð setur ekki ofan en í sig en á hinn veginn, en haaalelujahh hvað sá matarbiti hefur náð fram stórkostlegum hefndum fyrir hönd allra þeirra matarbita sem ofan í svartholið hafa horfið!!

Þetta ku vera lengsta setning sunnan við stjörnuþokuna hrásalat!

Líklegir orsakavaldar:

  • Sushi
veikindasushi?
  • Salatbar 11/11 - mjög sterkur kandídat
Veikindasalatbar
  • Túnfiskur í dós, falinn í ofursalati
Veikndatúnfiskur?
  • Ómyndaður kjúlli og grjón, sökum ófagurleika, hvorutveggja aldraðra en 9000 sekúndna, en þó í ísskápshvíld
  • ...

Ég er orðin eins og gamla fólkið (afsakið, ekki meint illa, en við vitum hvernig þetta virkar eftir 85). Tala um líkamlegt atgervi, hægð*r dagsins, ásamt nákvæmri lýsingu á lit og áferð, og verkinn sem kemur alltaf á þriðjudögum, eftir lyfrarpilsuátið, bak við hægra eyra!

Veikindi og ofurvorkunn, í sjálfs míns garð, eru hérðmeð yfirstaðin. Megi sá fúli fjandi láta mig í friði héðanaf!

Takk.

  • Flutt um vinnuset, spennóhóhó
  • Rakst á eina svívirðilega sæta kartöflu og myndaði ófétið, dæmi hver fyrir sig
dónakartafla
  • Er byrjuð að teikna þessa mynd af Valdísi snúllurassi
valdísin sætarúsína
  • Babalú kaffihús og Kaffismiðjan eru í uppáhaldi hjá mér núna, þó sérstaklega Babalúkósýheitarofuræðislega-andrúmsloft með risakökum!
Babalú

Kaffismiðju-klárað-kaffi
  • Ég sofnaði í sólinni og lít þar af leiðandi út eins og Hómblest kex

En það er allt í lagi því þau eru góð báðum megin er það ekki? Hómblest... kexin... báðum megin...

...nema hvað ég er rauð á súkkulaðihliðinni og lít út eins og kvikindi úr Star Trek. Er það samt ekki barasta allt í flundrandi glensi? Ég meina, hver myndi ekki vilja bíta í Klingona sér til dægrastyttingar?

Starblest... HómTrek? HómblestKlingon.

"Beam me up Scotty"

Hæ annars aftur, allirsaman og amma þeirra. Kökur og pönnsur í fyrramálið fyrir nýju vinnu, gleði það.

Nótt í hausinn á ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

víííííííííííííí - fínt!

Mamma Snúllurassinsins.... (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 23:54

2 identicon

hún er ansi æðaber þessi ofursætakartafla!!! spurning um að taka hana í lyfjapróf

Hulda (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 08:40

3 identicon

Vonandi líður þér betur, það er alltaf ömurlegt að vera veikur en það er alveg sérstaklega ömurlegt á sumrin :/. En það er kúl að vera sólbrend/ur, enda kemur það fyrir besta fólk :)

Ragnar (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 10:38

4 identicon

Brokkolíguð, stjörnuþokan hrásalat, verkur bak við hægra eyra, svívirðileg kartafla, hómblest kex. Díses kræst sko. lol

Þú ert yndislegur penni! Algerlega elska að lesa eftir þig og það er alveg magnað að flest allt sem þú skrifar um tengist mat á einhvern hátt og maður tekur varla eftir því.

Takk fyrir mig. Þú kemur mér alltaf til að brosa.

Og sammála með svívirðilegu kartöfluna. Veit ekki hvort hún minni mig meira á tvíhöfða fullan af sterum eða eitthvað með fullri reisn.

Margrét (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 10:41

5 identicon

Sammála síðasta ræðumanni, góður penni og átt auðvelt með að kalla fram bros hjá manni í hverjum pistli :-)

Annars langaði mig til að benda þér á að kíkja í nýju verslunina í skeifunni, heitir víst víðir. Rakst þar á allskonar hollustu og varð hugsað til þín :-) td flaxfræ í duftformi,chia fræ, mulin chia, ber í duft formi og allt hvað eina :-)

Ásta (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband