14.6.2011 | 21:15
Alveg að klárast...
...aaalveg að klárast!
Starði svo dágóða stund á þetta skilti mér til eintómrar hamingjugleði og fann, með skelfingu þó, hvað þetta minnti mig á suma sem byrja á E og enda á lla!
Nema hvað ég myndi aldrei segja öðrum að éta dýrðina, sæi alfarið um það sjálf í eigingirnisgræðgiskasti dauðans.
Svo leit ég á kökuna sem mannfýlan virðist vera að missa vitið yfir! Já... risa... risa... risastór súkkulaðibitakaka!
Oh men!!!
Ég keypti hana ekki!! En ég kem til með að kaupa hana næst. Vitið til!
Er annars búin að borða mér í dag:
- Banana + egg = bananapönnsu
- Hámark
- Risasalat + kjúlla + möndlur
- Skyr + möndlur + tómat/gúrku
- Egg og jú, meira grænmeti
- Túnfisk-risasalat með ofurdressingu og muldum brasilíuhnetum
Ég held að helgin hafi tekið vel á systemið. Grænmetisdýrðin var það eina sem kallaði á átvaglið í dag.
Nema þessi helv... kaka. Afsakið bölvítið og sótbölvið.
Hún kallar ennþá stíft.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:16 | Facebook
Athugasemdir
Ertu að grínast með þessa teikningu manneskja?
Hvað tekurðu fyrir eitt stykki? Er hægt að "panta" hjá þér mynd?
Fanney (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 21:24
Mmmm namm namm.. hvar er þessa köku að finna ?! :D
Tanja (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 23:57
mmmmmm súúúúúkkulaaaaaði .... það er það eina sem ég las.... mér er náttúrulega ekki viðbjargandi þessa dagana
Hulda (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 08:31
Væri alveg til í þessa köku!!!
En hefur þú einhversstaðar séð sykurlaust Torrani sýróp sem heitir Brown sugar and cinamon. Er alveg hryllilega gott út á skyr, hef bara ekki fundið það aftur??
Fríða (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 14:59
Fanney: Ji, takk fyrir það mín kæra og ég tek ekki neitt fyrir teikningarnar mínar, enda ekki að selja... hef nú bara verið að teikna fyrir sjálfa mig til að stytta mér stundir. :)
Tanja: ahh, kaffi Babalú :)
Hulda: Tell me about it!
Fríða: Það var nú einhver sem "laug" því að mér að öll dularfull Torani fáist í verslun á Akranesi! Hvaða verslun það er man ég hinsvegar ekki. Satt eða logið, þá leggur fólk víst leið sína þangað til að verða sér úti um nokkur vel valin stykki :)
Elín Helga Egilsdóttir, 15.6.2011 kl. 16:57
Ég keypti brown sugar and cinnamon í Einarsbúð á Akranesi.
Anna (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.