Ég ætla aldrei að borða aftur

Sagði hún og stakk upp í sig eplabita!

Fimmtudagur til sunnudags. Hvað get ég sagt. Eitt, allsherjar fyllerí hvað mat og matartengdar gersemar varðar.

Fimmtudagur:

Ég og Erna fórum ofurhressar á sjóræningabíó. Sú var tíðin, strumparnir mínir, að 1000 krónukallar dugðu fyrir bíóferð og eilitlu bíó-áti.

Við skulum minnast þessa með 1 mínútu þögn!

*þögn* fyrir utan smá smjatt á súkkulaðibita

Nú þarf að versla sér gleraugu og innan nokkurra ára, þá þarf líklegast að klæða sig upp í galla svo hægt sé að taka þátt í bíómyndinni sjálfri.

Það mun kosta ykkur frumburðinn.

Spanky and Lois

Þar sem ég er átvagl af guðs náð þá dugði ekkert minna en M&M og Dumble. Erna er poppskaffarinn!

Takk fyrir og amen.

Sveitt bíónammi

Föstudagur:

  • 6 sneiðar af 12" pizzu með rjómaosti, beikon og pepperóní...já.. næstum heil pizza og já, þetta pizzucomó er eðall!
  • 1 lítill bragðarefur með Snickers, kökudeigi og oreos
  • nammi fyrir Álbrand og ömmu hans

Laugardagur:

Nokkuð þæg frameftir degi. Tók Húsafells- og Reykholtsrúnt.

grasseta á reykholti

snorralaug

Hraunfossar

Að auki við grassetu og almennt afslappelsi endurnýjaði ég kynni mín við löngu gleymdan tilgang lífsins.

RISATRAMPÓLÍNIÐ

Risatrampolínið

Bara Átvaglið og börnin!!

Þvílík hamingja!

Risatrampolínið

Endaði svo í grilluðu lambi hjá móður og föður sem var guðdómur í hryggformi.

En var það nóg? ÓNEI!!!

  • Datt inn á bbq kjúklingapizzu og kanilbrauðstangir hjá Dominos seinna um kvöldið
  • 5 tonn af hnetum og rúsínum

Sunnudagur:

Vaknaði með hugann allan við meinlætalifnað, vatnsdrykku og hjólarúnta EN:

  • 3 ískúlur sökum óviðráðanlegs ofurveðurs og ofurveðrum skal ætíð fagna með ís!!
  • Kaffihúsahafrakaka
  • Eplakökusneið með rjóma
  • Franskar handa 23 sjómönnum
  • Súkkulaðimuffins

Ahhhh!

Ég get því ekki sagt að helgin hafi verið slæm. Onei. Hún var góð. Kannski aðeins of góð ef það er þá hægt.

Tók eldhresst Tabata í hádeginu í dag, strunsaði heim með hugann við hjólatúr en beilaði á því sökum spennings við að klára þessa mynd:

afghan girl

Sit því núna, menningalegri en ofviti andskotans, á Café París. Sötra kaffi og te í bland, tek alvarlegar "þungt hugsi" störur út í tómið með 12 mínútna millibili, segi "mmmyyeees", fnasa, dæsi, teikna og endurtek hringinn á nýjan leik eftir vel ígrundaða skyggingu á teikningunni minni.

Maður verður að lifa sig inn í kaffihúsahlutverkið mín kæru. Láta eins og áhyggjur alheimsins liggi einvörðungu á manns eigins herðum og Guðbrandur bíði eftir því að þú finnir lausnina við hungursneið og volæði!

Ég ætlaði að segja 42 en það er víst frátekið.

*sööööötr*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha frábærar myndirnar af "krökkunum" á trampólíninu :D

Ragnar (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 20:40

2 identicon

42! :)

Elín Lóa (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 20:53

3 identicon

Ég var með þér í verki í dk! Kláraði súkkulaði remi kexpakka á 10 mín (og ég er ekki að ýkja). Og það var bara einn hlutur! Maður verður stundum að lifa!

inam (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 21:06

4 identicon

Ahhh þvílíkur léttir að vita að þú getir "dottið í það" ;) he he

Unnur (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 21:34

5 identicon

gott að vera ekki ein um að torga þessu magni af mat á einum degi - maður verður að detta hressilega í það annað slagið. ég segi bara VEL gert!

Helena (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 02:15

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ragnar: Já!! Ég er alvarlega að spá í að versla mér eitt stykki!

Elín Lóa: :D

Inam: Ahmeehen sistah! Stundum eru eplahúsakaffikökur og rjómasundlaugar eina leiðin.

Unnur: Bwhahaaa... öss... ef þú bara vissir ;D

Helena: Ég þakka fyrir og hneigji mig! Það sem upptalið er þó bara það magn af "svindlmat" sem ég troddaði ofan í svartholið. Ég tala ekkert um venjulega átið sem átti sér stað fyri daginn ... ónei... en það átti sér samt sem áður stað!

Ahh... ein... góð... helgi! ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 14.6.2011 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband